Fyrsti skóladagurinn hjá Gvenda fór bara mjög vel. Bara stuttur. Kennararnir sem heita Pia, Lars og Gorm buðu krakkana velkomna með smá ræðu um hvað yrði gaman. Svo fór Pia að tala um fiðrildi í maganum, þegar maður verður spenntur eða þið vitið. Svo dró hún upp fiðrildi innan úr smekkbuxunum sem hún var í sem á stendur nafn allra barnanna. Alveg frábært, krakkarnir voru strax hugfangnir.

thumb.asp

Hér er Gvendi að skrifa einhver ósköp eða lita eitthvað. Hann er við hliðina á þerri í appelsínugula.
thumb2.asp
Og Hrafn lenti með honum í bekk. Þvílík tilhlökkun. Gummi spurði örugglega þúsund sinnum, kemur Hrafn á morgun, kemur hann?? kemur hann?? Og þarna er hann á sínu borði eitthvað að athuga töskuna sína. Duglegir strákar.