Flugleklat myndi vera orð yfir fuglaklatta.

Ég var búin að hafa uppi um það hugleiðingu afhverju maður heyrði ekki mikið af því að fólk væri að fá á sig fuglaklatta svona á ferðinni um borg og bí.. því það er jú ekki lítið af fiðurfénaði sveimandi um loftin blá.

Svo það hlaut að gerast.. ég var alveg í sakleysi mínu á Nörrebrogaðe og bara í mínum heimi svona þegar það skvettist framhjá nefinu á mér eitthvað sem ég komst síðan að, að hefði verið fuglaskítur og lenti beint á jakkanum mínum.

Í dag er ég þakklát fyrir tvennt, að hafa verið í regnjakkanum sem er auðvelt að skrúbba með sápu og pappír á klósettinu í skólanum og fyrir að sá fiðraði hafði það ekki í sér að skíta í hárið á mér…