Fannst ég orðin meira fullorðin í morgun þegar ég heyrði frumburðinn góla “ég er farinn!!” og rjúka út í sinn dag á undan öllum öðrum ….eitthvað svo tilbúinn. Og hvað?.. er hans líf, eins og hann á eftir að þekkja það, þá byrjað? Hans líf þar sem ég gegni ekki öðru hlutverki en að vera þar fyrir hann, sama á hverju gengur, já og þvo og gefa að eta.

Mömmuhjartað er pínu meyrt, ég veit alveg að hann er “bara” rétt að skríða í ellefta aldursárið, en þau bera þess ábyggileg merki um að vera á leiðinni útí sitt eigið líf. Ekki litla dýrið, nei, hann verður litla barnið alltaf. Hann verður bara að hafa það sem sitt “æskumein”.. hann ræður við það, er vissum það.