Vor frumburður kom heim fyrir rétt um viku eða svo. Mikil lifandis ósköp er betra að hafa alla heima, líka þó svo að hávaðastigið sé hátt. Eiginmaðurinn orðaði það eiginlega eins og það er þegar einhver er ekki heima, að maður er alltaf að bíða þar til síðasti er kominn svo hægt sé að anda rólega.

Og nú er það hægt. Hann hafði það mjög gott í föðurhúsunum, mikið bardúsað og svona.

systinin

Það voru líka allir glaðir að fá hann heim. Hann kom líka með afmælisgjöf og gotterí. Er ekkert merkilegt hvað þau eru að stækka hjá mér?

bjutibina-kaffitimi-i-sturtunni

Bjútíbína í kaffipásu í sturtunni.
eiginmadurinn-i-bilakjallara

Við fórum í leiðangur um daginn. Þurftum að kaupa kommóður. Fórum í danska Rúmfó, sem heitir Jysk og fjárfestum í einhverju vel útlítandi skrani. Þarna er Eiginmaðurinn minn spengilegi í S-inu sínu við að dröslast heim með alltof stórar vörur á reiðhjólinu. Við bundum þetta auðvitað bara niður og húrruðum meðða heim.

kartoflur-2015

Að lokum er hér kartöfluuppskera úr svalagarðinum. Þær brögðuðust ágætlega bara, svona rætaðar í fötu. Þetta er 100% meiri uppskera heldur en þegar við gerðum heiðarlega tilraun til þess að rækta kartöflur í Keflavík.

Það er ákvarðanatími. Ég þarf að taka ákvarðanir.