Einn af bestu dögum lífs míns var í gær. Einn í safnið af, nú orðið, frekar mörgum. Allt heppnaðist meira en vel Bóndi sagði já og ég  heiti núna Frú Bústrýra af Félagsbúi. Allir lágu kylliflatir í kaffibrauðinu og tónlistin var vægast sagt frábær. Hvaðan komu þessar frábæru tónlistarkonur eiginlega??? Tók einhver mynd af þeim? Og Tarfurinn okkar sem spilaði inngöngu lagið.. held það megi finna það hjá honum á Youtube..skelli því inn við tækifæri….og allir gestirnir voru dásamlega fallegir.

Ég ætla að skrifa um þetta seinna betur, þegar ég hef fengið myndir undir hendur.

Við stungum af seint í gærkveldi í brúðkaupsferð. Þar sem við höfum ekki farið í útilegu í meira en 15 ár og þar af leiðandi ekki séð parta af Íslandi fyrir utan leiðina milli Rvk og Hvammstanga síðan í nam, þá ákváðum við að brúðkaupsferðin skyldi vera tjaldferðalag.

Fyrsta stopp er Sauðárkrókur sem fær verðlaun fyrir bestu bensíndæluna.