Ég hef sagt það áður og segi það enn.. reyndar um hver einustu jól og hvert einasta vor. Ég digga ekki allar þessa skólaatburði.

Ef einn á þrjú börn í skóla, tónskóla og íþrótt reiknast mér til að maður verði að mæta á:

  • 3 íþróttasýningar eða uppskeruhátíðir
  • 3 skólaleikrit eða sýningu á afrakstri
  • 3 tónstofur, tónleika eða tónpróf
  • 3 samverustundir með öllum bekkjunum
  • 2 starfsdaga, heima hjá sér

allt í sömu einu og hálfu vikunni. Ef allir atburðir eru 1.5 tími, sem er raunhæft, af fenginni reynslu, þá gera þetta 18 klukkutíma plús tvo starfsdaga á 16 tíma, samtals 34 tímar eða NÆSTUM ÞVÍ HEIL VINNUVIKA.

Ég er brjálæðislega hissa á afhverju það er ekki hægt að fá laun fyrir að vera heimavinnandi.

FUSS.