Húrra fyrir því að einhver myndavél er komin í gagnið!! Vantar samt ennþá að finna hleðslutækið af litlu Canon vélinni, en þá verður stóra Nikon bara að duga í verkefnið á meðan.

Ég stend í miðri íbúðinni. Þetta er á vinstrihönd.

Og þetta er á hægri hönd. Þar er þá öll íbúðin. Þrátt fyrir að hafa haldið að 5 manna fjölskylda gæti ekki átt heima á frímerki, þá er það nú víst hægt.

Við eina borðið, sem er minna en skrifborðið mitt en stærra en Stóra garðabókin, borðum við , litum við , teflum við, vinnum við, spilum við og geymum dót á. Þarna var ég að vinna en Búnglingur og Bóndi að tefla og Sprengjan og Örverpið voru grúppíur. Þröngt sitja sáttir er það eina sem mér dettur í hug.

Þá héldum við einnig matarboð hér í gær, á sama borðinu sem eftir ónákvæmar mælingar er einn á lengd og hálfur á breidd.  Í matarboðinu voru 5 fullorðnir og 3 börn. Tarfur og Tóti opnuðu sjávarréttarhlaðborðið með handarbandi.

Aldrei er ég með á mynd. Við létum börnin borða fyrst og stungum þeim og sjónvarpinu svo innfyrir rennihurðina á herberginu sem þau eldri sofa í. Þá tókum við til hnífs og gaffals, eða meira bara til skeiðar, því í matinn var sjávarréttasúpa og kræklingur. Ég er ekkert fyrir krækling, en strákunum fannst hann æðislegur.  Ég veit útaf hverju það er. Það er útaf því að hann lítur svona út:

Þetta er náttúrulega alveg eins og píka með sníp og öllu! Þeir átu þetta eins og enginn væri morgundagurinn. Þá tók Bóndinn eina og ætlaði að sleikja hana. Og gerði það reyndar.

Það endaði ekki vel, en ég hef enga samúð með því.

Búnglingur og frumburður fagur með meiru. Nýkominn úr baði, með hár niðrá eyru. Hann hefur hafið fótboltaæfingar með KR. Ég hrópa að sjálfsögðu húrra fyrir því, enda sjálf KR-ingur og finnst ekkert aððí.

Sprengjan sprungin. Hún fór í náttfatapartý hjá bekkjarsystur sinni á föstudaginn. Til þess var boðað af íslenskum sið. Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið. Það var boðað til þess sama dag og ég fékk boðsmiðann um það í hendurnar. Það var ekkert mál, enda er ég fljót að aðlagast. Gallinn er sá að ef við hefðum verið búin að plana eitthvað fyrir þennan tíma, þá hefði hún ekki komist. Kosturinn er sá að ég þurfti ekki að muna það í 3 vikur að hún væri að fara í náttfatapartý.

Örverpið sem gengur í Hjallaskóla. Það er dásamlegur leikskóli og hæfir svona hlýjum og góðum drengjum eins og honum. Við fáum alltaf knús frá honum og bros og gleði. Hann er spes, ég sá það starx við fæðingu.

Það eru þá bara 2 vikur eftir af skóla hér á landi. Ég var fyrirfram búin að fá kast yfir hvað þetta ætti eftir að vera bagalegt, meðan þau væru ekki að gera neitt allan daginn og við bæði í vinnunni. En af því að við erum í landi stuttra fyrirvara í augnablikinu þá skyndilega rigndi yfir okkur tilboðum frá Reykjarvíkurborg, Melaskóla, Frostheimum og ó svo mörgu öðru, yfir hvað er fyrir þau að gera í sumar.

Reiðnámskeið skal Sprengjan á. Þau hafa bæði sótt um að vera í lúðrasveitinni í haust, Sprengjan á tormpet (ég BILAST!! .. það hljóðfæri gæti ekki hentað henni betur!) og Búnglingur á áslátturhlóðfæri.  Þá er ráðgerð vera í Húnaþingi vestra, útilega hjá stórfjölskyldunni og knattspyrnu og körfubolta sumarnámskeið hjá þeim eldri. Ég get ekki séð annað en að þetta verði viðburðaríkt sumar. Spennandi!!