Ég hef alveg rosalega mikla þörf fyrir að ræða hinn mikla aðskilnað við hann sem átti að vera minn til æviloka en var það svo bara í lítil 8 ár. Við vorum mega sæt saman, æðisleg reyndar og það er enginn þarna sem mér þykir meira vænt um en hann. Ég elska í honum hjartað og hann á sinn stað í mínu.. svo væmið er það nú.

Kannski er það þessvegna að okkur hefur reyndar tekist að vera góð við hvort annað í gegnum sundurslitin.. en að sama skapi er það mun erfiðara að framkvæma sjálft sundurrifið en ef t.d við myndum ekki þola hvort annað og vildum bara ekkert af hvort öðru vita. Þetta hefði örugglega allt saman gengið töluvert fljótara fyrir sig heldur en það hefur gert. ..eða hvort það var ég og minn flýti haus sem bjóst bara við að þetta tæki ekki lengri tíma en það ekki gerði.

En við erum góðir vinir. Auðvitað koma upp atriði eins og hjá öllum, líka fólki sem er ekkert fráslitið. Það geggjaða við þessar uppákomur er að þegar ég sjálf er komin i gegnum þær, get ég séð hvað ég   a) get verið geðveikislega þroskaheft og   b) að ég hef reyndar náð smá andlegum þroska í gegnum tíðina, húrra fyrir því, sérlega skuluð þið hrópa húrra fyrir því sem ekki hélduð að það myndi nokkurntíma gerast fyrir mig.. þrítuga manneskjuna sem reyndar ennþá er bara og verður trúlega alltaf  krakkavitleysingur og rugludallur.

Ég mun því pósta nokkrum af þessum uppákomum hér.. enda er þetta leyniblogg.. enginn má fá kast eða fara óvart í kollhnís því hakan fór svo langt niðrá gólf að hann missti sig yfir um.. ég hef ekki heldur svarið við því afhverju það ekki gengur fyrir okkur að vera par..ekki frekar en þú kannski.