Fór á netið og ætlaði að láta það segja mér hvað ég gæti gert mér, eldað eða bakað, sem ég gæti tekið með í vinnuna eða borðað á milli máltíða.

Það er engin (leyfi mér að fullyrða) síða þarna úti sem hefur upplýsingar yfir eitthvað slíkt. Allar síðurnar sem eru þarna úti eru hinsvegar uppfullar af heilsufróðleik.

Blandaðu saman kókosolíu (hatur mitt á þessari olíu fer bara stækkandi), brokkólí og rauðrófusafa og lifðu heilbrigðu lífi það sem eftir er.

Nei djók. Mín spurning í dag er hinsvegar þessi: Afhverju má ekki fiskur í raspi með frönskum bara vera fiskur í raspi með frönskum, en ekki fiskur í raspi sem er búið til úr allt öðru en brauði og með frönskum úr avókadói. Afhverju má sá réttur ekki bara heita fiskur í hneturaspi með niðurskornu avókadói?

Það er ruglandi að kalla niðurskorið avókadó franskar, það er ekki neinar franskar, heldur avókadó!