Kæra dagbók.. íhuga að skrifa bara dagbók, opinber frásögn frá lífi mínu virðist eitthvað svo erfið á Íslandi en auðveld í Danmörku, eða langt, langt í burtu annarsstaðar.

Anyway, kæra dagbók.

Hér í Keflavík er bara afspyrnu gott að vera! Ég ELSKA að eiga hús. Gjörsamlega digga það í tætlur. Nýt þess að hægt og rólega að græja til það sem græja þarf.

Ég náttúrulega naut þess ekki neitt síðan 1.ágúst eða svo og þar til núna seint í október þegar loksins eitthvað gerðist í framkvæmdum.. en nú hefur eitthvað gerst og því ber auðvitað að fagna.

Ég ákvað fyrir fleiri dögum að það yrði framkvæmdahelgi þessa helgi. Við fengum rosalega gott veður, sól og blíða, þó það sé kalt.

Þegar ég segi framkvæmda helgi þá meina ég auðvitað að Eiginmaðurinn sé að framkvæma, ég er bara að gera eitt og annað ómerkilegt, en hann s.s setti upp þakrennu og klæddi viðbygginguna með einhverjum pappír sem ku eiga að vera undir viðarklæðningunni.

Svo þarf að klæða að innan.

En fyrst það er búið að setja þakrennu og amk loka húsinu að utan þá líst mér betur á að það komi vetur.

Vantar dágóða summu til að geta sett pottinn í gang, ég væri algjörlega til í það fyrir veturinn. Já seisei.