Ég hef lengi (eiginlega alltaf) verið alveg bara.. vó!! hvaðan kom ég eiginlega??!? Hefur alltaf liðið eins og sauðnum í skrattalæknum. Eins og ég hafi verið bara aleitt epli einhversstaðar og ekkert eplatré í sjónmáli. Bara eins og ég væri fjaðralaus fugl, sem engan vin á (birds of a feather flock together: sækjast sér um líkir, svona til skýrirngar).

Allar konur (næstum) í bæði móður og föður fjölskyldu eru umannarar. Þá meina ég, þær eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, þroskaþjálfar, í sálfræði námi og svo eru þær allar líka svo góðar og hlýjar. Ömmur, systir mín og allar frænkurnar (aftur næstum) og meira að segja mín eigin tengdamóðir eru  í umönnunarstarfi.

Og hvar passar svona egóískur hönnuður, illa jarðbundinn ídealisti, wannabe artisti og hippi í sjálfsþurftarbúskap sem getur eiginlega ekkert nema búið eitthvað til,  inní allt þetta? Get varla séð um sjálfa mig og fæ bólur ef ég hugsa um stofnun þar sem veikir liggja. Ég myndi taka á mig krók til New Zeeland áður en ég fengi sjálfa mig til að koma við á sjúkrahúsi.

En kannski kem ég einhversstaðar frá. Kannski er ég enginn skratti með sauðakæk. Það er nefnilega fólk í ættinni minni sem eru listamenn og hönnuðir og halda meira að segja sýningar. Það gerir allavegana hann afi minn.

afi-minn

Þessari mynd rændi ég með köldu af fréttamiðlinum þar sem fréttin um hann afa birtist. Nú ekki bara erum við afi bæði miklir snillingar (ok.. hann kann að vera aaaaðeins meiri snillingur en ég..hann kann t.d allt um bíla, ég veit ekki einusinni hvað þeir heita) heldur hef ég líka frá honum hárið. Jámm. Ég held að við séum þá þrjú, kannski fjögur ef fer sem í horfir með hann Fagra minn, sem höfum þykkasta hár á Íslandi og þó víðar væri leitað, ég, Fagri, mAmma R og afi.

Húrra fyrir þessu. Vildi að ég væri þarna til að kíkja á þetta frábæri.