Allt einhvernvegin að eignast nýtt líf þessa dagana. Kannski þessvegna sem mér finnst þessi árstími vera fullur af allskonar sviftingum, fullt af nýjum orkum að koma inn.

Við fórum í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn um síðustu helgi. Ég hafði ekki komið inní Fjölskyldugarðinn áður. Þvílík hneysa. Oft í Húsdýragarðinn, meira að segja sem unglingur verið sett þangað í einhverja starfskynningu við að moka flór. Moka flór af steingólfi í annars ofurhreinu fjósi. Vildi nú ekki kannast við að finnast það vera eðlilegt, frekar haugskítug viðargólf og hey og skítaslettur allstaðar .

Þessar gæsir voru þarna í Grasagarðinum, sem við fórum líka inní. Eymingja Búnglingurinn varð fyrir árás frá gæsunum, eða annarri fullorðnu gæsinni, sem við viljum meina að hafi verið karlkyns. Hann setti undir sig hálsinn og hvæsti á hann. Það var vissulega fyndið en Búnglingur gerði hvað hann gat til að vernda systkini sín frá þessum hvæsandi öndum og bannaði þeim með jafn fáguðu hvæsi og frá gæsinni, að fara nálægt.

Þá hittum við alla frá Reyðó. Pabbi kom ekkert þaðan, hann kom úr Vesturbænum með okkur, en mikil ósköp var gott að hitta þau! Ég veit ekki einusinni hvað er langt síðan ég sá þau augnliti til augnlitis.

Elsti og yngsti. Glókollar og snillingar með meiru.

Hinrik og Ágúst.

Og þá hittum við Ólöfu og ættir hennar niðurúr. Mér hefur alltaf fundist þau vera alveg rosalega stór.

Við systur.

Við frænkur. Hver annarri fallegri, sama í hvaða röð er talið.

Örverpið lærir handtökin af fagmanni.

Síðast, þegar búið var að leika í öllum Hús og fjöskyldudýragarðinum, átum við handborgara. Ég heimtaði að sjálfsögðu hópmynd af myndarlega barnabarnahópnum, en ég man hreinlega ekki til þess að hann hafi verið samankominn, allur, áður. Þarna eru yngsti og yngsti. Hversmanns hugljúfar báðir tveir.

Ég var svo heppin að á sama sekúndubroti og ég smellti af voru allir svona næstum því eðlilegir og næstum því að horfa fram. Mér finnst amk merkilegt að sjá hvað mín eldri eru … eldri.

Annars er þarna á ferðinni alvöru fólk. Ef það er þannig að  þetta blogg verður til þegar þau eru orðin stór, þá hlakka ég til að skoða þessa mynd aftur og bera saman við hvað  þau nú taka sér fyrir hendur í lífinu.

Hlakka til.