IMG_0261

Svo æði margt búið að vera að gera. Um daginn fórum við í fjárhúsin í Gröf. Þar er Eydís með nokkrar, eða eiginlega all margar rolluskjátur. Þær voru æstar í að hitta drottninguna af Félagsbúinu! Það ætlaði allt um koll að keyra og vildu uppúr krónum komast.

IMG_0259

Þetta er aðal hrúturinn. Man ómögulega hvað hann heitir en hann er bæði gæfur og graður.

IMG_0264

Í fjárhúsunum í Gröf er líka þessi krúttbomba. Hún heitir Hátign og er bara helmingur af venjulegri kind.. þ.e.a.s hún er pínulítil, alveg ferlega sæt.

IMG_0277

Fagri sat og gaf og gaf. Hann er algjör bóndi í sér. Þeim líkaði best við hann öllum kindunum.

IMG_0270

Hófst þá fíflagangurinn. Eiginmaðurinn var settur á garðann. Rollan sem átti plássið sem hann var settur á var heldur betur súr í bragði og stóð hreint ekki á sama að þarna væri kominn einhver karlsrass.

IMG_0271

Hún lét þá bara til skarar skríða og heimtaði með látum aftur plássið sitt! Bókstaflegur yfirgangur.

thorvaldur-og-kindurnar

Hann slapp með skrekkinn sem betur fer.

IMG_0280

Meiri hamagangur í öskjunni. Við urðum, eða ég borgarbarnið varð í fyrsta skipti vitni af live getnaði kinda. Það fannst mér um margt merkilegt. T.d hve stuttan tíma herleg heitin tóku. Það tók hrútinn reyndar smá tíma að stíga í vænginn við hana þessa, en þegar uppá var komið erum við að tala um tvær til þrjár sekúndur. Þannig það tekur bara 3 sek að búa til 3 lömb..?

fjolskyldan-i-fjarhusum

En við vorum alsæl með ferðina og lyktuðum vel og lengi eins og fjárhúsið. Fjölskyldan í Fjárhúsum, vantar bara Bjútíbínu á myndina.

IMG_0286

Settum hana bara í kindanáttföt í staðinn af tilefninu :)