aldisar

Hef ákveðið að tæpa aðeins á orðinu fjölganir. Reyndar hef ég ekkert að segja um það orð nákvæmlega heldur þennan atburð sem orsakar þessa rokna fjölgun hér í kringum mig. Hvað er fólk eiginlega að spá..ég meina.. það má reikna með því að stanslausar æfingar í einhverri íþrótt, sama hvaða íþrótt það er,  koma til með að breytast í einhverskonar afrakstur. Já, það er allavegana vitað mál hverjir hafa verið mjög duglegir að æfa og hver ekki.

Sjálf hef ég ekki staðið í öðrum æfingum en í að éta m&m. Afraksturinn af þeim æfingum eru bólur… það er bara tímaspursmál hvenær bólurnar koma til með að brjótast út í sömu litum og m&m-ið. Aðrir í kringum mig hafa greinilega verið mun duglegri í þeim æfingum sem við erum að tala um. Bryndís og Hinni, Addi og Helga,  Addi og Auður og fleira pakk hér úti og heima eru búin að vera mjög dugleg. Aldís og Brynjar voru líka duglega og er þeirra afrakstur erfiðisins á myndinni hér að ofan. Hún er mega sæt. Ég heimsótti þau áðan. Ég hef sjálf ákveðið að titla mig frænku hennar. Ég er það nálægt því að vera það  by default að ég hlít að sleppa með það. Henni fannst ég mjög ágæt þó ég segi sjálf frá.

dsc_0085

Og talandi um afrakstur, þá eru þetta radísur sem við erum með í gróðrarstíunni í skólagörðunum við Amager Strand. Ég fór þangað áðan til að reyta arfa, sem by the way er langt frá því að vera líkur arfa sem maður venst heima..svo ég veit eiginlega aldrei hvort ég er að tæta upp bara plönturnar eða eitthvað drasl. Ég hef ekki smakkað þær ennþá, þær liggja nákvæmlega svona ennþá í vaskinum.

Á undan ég fór í skólagarðana í morgun fór ég líka að vinna. Ég er komin með nýtt verkefni núna. Var ég kannski ekkert búin að tala um hitt verkefnið? Það var að leysa Brynjar af í Baggøe og Schou. Maður myndi halda að þetta væri borið fram Baggö og Sjú eða eitthvað slíkt en ég spurði einn þarna hvenrig það er sagt og kom í ljós að það er sagt BÓU og SKÓ..já..danska..afhverju ekki bara að henda út helmingnum af stafrófinu, maður segir það hvort eð er aldrei.

Þetta er svona endurskoðenda fyrirtæki á þremur hæðum. Eldhús neðst, og svo tvær hæðir með skrifstofum. En núna er ég s.s að þrífa í öðru húsi sem er einhver menntastofnun fyrir útlendinga, ekki svona innflytjendur heldur maður fer þangað í nám ef maður ætlar að læra stjórnun á einhverju sviði. Það hús er byggt 1902 og er eins og alvöru ríkisbubba hús, frá þeim tíma þ.e.

Any ways..ég elska þegar ég get gert marga hluti á einum degi. T.d  eins og í gær og í dag. Í gær vaknaði ég og fór að vinna í Bóu og Skó lagðist svo með minn fagra uppí sólina á ströndinni, fór svo heim og gerði óskunda með rauðbeðu djúsinn minn sem vall yfir allar leiðslur við skrifborðið og oní prentarann, bakaði verstu gulrótarköku í heimi, bauð sjálfri mér í mat á Elbagade og horfði á fáránlega mynd með þeim.. og svo fór ég heim og hélt áfram að mála myndina sem ég var byrjuð á. Og í dag, það sem af er..klukkan erjú bara rétt að slefa í 15, þá er ég búin að vinna ,búin að reyta arfa og uppskera spínat og radísur, búin að heimsækja A og B og komin heim afutr. Ég er rosalega ofan á hlutunum hér..meeen.

dsc_0086

Gróðrarstöðin á svölunum er líka í fullri sveiflu.

dsc_0087

Gúrkutréð er samt frekar einmana þarna… vona að það verði að einhverju samt.

dsc_0062

Þessi daginn sem þau brunuðu á vit ævintýranna á Íslandi. Ég hef heyrt sögur af honum við heyskap í garðinum hjá mÖmmu L. Ég sé hann fyrir mér..hehe.

dsc_0024

Ég veit ekki hversu lengi þetta á að vera svona en skógurinn er gersamlega innvefaður. Mér er sagt að þetta séu fiðrilda púpur. VÁ, þroskaheft margar og þetta er bara á einum trjábút, pældu hvað það er mikið í ööööllum skóginum…

dsc_0025

Spáðu íessu.. doldið töff samt.

Annars á Ólöf frænka mín afmæli í dag, mér var boðið og hefði alveg viljað fara, en er auðvitað hér og kemst ekki. En ég óska henni innilega til hamingju með afmælið :)

Át.