HELLINGUR af prikum handa mér! Hver hefði trúað því að ég, fröken Bústýra með áráttu fyrir að fresta hlutum sem þarf að gera, sé búin að gera það sem ég ætlaði að gera fyrir jól og pakka inn og senda!

Ég finn fyrir áður óþekktri virðingu fyrir mér og bara mannkyni öllu.

Við erum búin að bardúsa margt og mikið hér síðustu daga.

IMG_0119

Við höfum aðallega staðið í því að borða kökur en skelltum okkur í að gera piparkökuhúsa þorp. Þorp því ef við hefðum gert bara eitt stórt hús hefðu allir farið að rífast. Því nenni ég ekki. Svo fjögur lítil hús voru það. Eitt handa mér og eitt fyrir hvert þeirra sem eru yngri en 13 og eldri en 6.

Held að ég hafi bara gert piparkökuhús einusinni áður, svo langt síðan að ég man ekki hvenær eða hvernig það fór. En þetta var mjög gaman.

IMG_0120

Sprengjan undirbjó sitt hús, svona áður en það fór í uppsetningu.

IMG_0144

Þorpið endaði svona. Er þetta ekki bara girnilegt. Öllum langar að borða þetta oft á dag.

Þessi árstími er síðan eitthvað svo merkilegur. Ógisslega dimmt, var ég búin að nefna það? Við förum út með Bjútíbínu í göngu,  ég eða við bæði, sirka um kl 14:30-15:00. Búið að vera alveg með eindæmum fallegt veður hér á tanganum og útsýnið alveg mergjað. Erum að reyna að ganga allar göturnar í plássinu og vorum niðri í Grundartúni, eða götunni þar fyrir neðan sem ég veit ekki hvað heitir.

Varð litið til vinstri og sá þar tunglið og svo til hægri yfir fjörðinn og sá þar sólarlagið. Dagur og nótt á sama tíma.

a-sama-tima