Póstur nr. 700, ekki slæmt.

Það eru sannarlega viðbrigði að vera fótgangandi eftir að hafa verið á bíl síðustu 2.5 ár. Og nú man ég alltí einu hvað það þýðir að vera með smábarn og fótgangandi eða í strætó og lest. Já, gleymdi að það er ekki hægt að vippa sér í úlpuna og hlaupast eitthvað. Það verður fyrst að klæða, gefa, skipta á og fleira í þeim dúr. Hvernig er það að hún er fjórða barn og ég kem alveg af fjöllum með þetta.. það er auðvitað því ég var búin að gleyma því, hún er svo mikið kvöldljós.

Við þurftum að versla hér dýnu, eða ákváðum að versla dýnu. Fórum í hinn danska Rúmfatalager, sem hér heitir Jysk. Annarsvegar var í boði að ferðast héðan frá Freyjugötu (þar sem við búum til mánaðarmóta, ef það var ekki klárt mál) yfir á lestarstöðina Norðurbrú eða yfir Fælled parken og lenda á Austurbrú í Jysk þar.

Ég tók ákvörðun eins og sönn húsmóðir og ákvað að yfir garðinn skyldi fara.

Vopnuð fjórum börnum, engu nesti, gps tækinu í símanum mínum og góðu skapi þrammaði ég af stað. Þetta var hér í fyrradag, en þá var í Kaupmannahöfn afar mikil gufa eins og sá Fagri orðaði það, en auðvitað heitir það þoka. Afar dularfullt.

fallegt-og-dularfulltMjög falleg birta fannst mér. Alveg upprifin af trjánum, sem og alltaf þegar ég sé tré. Við byrjuðum gönguna, sem betur fer var ekki rok, í dag er rok og snjókoma og slydda og í gær líka, þá er alveg ógeðððððslega kalt.

stor-gja-i-hjolabrettagardiVið upphaf ferðar rákumst við á risastóran hjólabrettagarð. Þar voru margar djúpar gjár og rampar himinháir. Við höfum lofað okkur að koma hér einhverntíma á góðviðrisdegi í þeirri von um að sá einhvern á hjólabretti leika listir sínar.

skateboard-gardurFerlega flott.

a-bruEftir að hafa séð íkorna tvo stökkva úr einu tré yfir í annað hinum megin við göngustíginn, fórum við yfir brú sem lá yfir vatnið sem er í miðjum garðinum. Þau eru sko hress þessi börn. Rákum augun í að það má ekki fiska í þessu vatni..

dularfullt-vatnidMeið eindæmum dularfull birta. Endur og aðrir fuglar gera munstur í vatnið, sem var með krapi ofaná, svo mynstrið sést mjög vel. Glittir líka í gosbrunninn. Verst það er ekki hægt að festa lykt á filmu. Verst var að ungviðið eldra var eiginlega með svo mikið af rakspíra og ilmvatni að ég fann heldur enga lykt. En ég þekki hana samt og finn hana við að horfa á þesas mynd. Og það er síðan svona þykk þögn við vatnið.

gangaÁ einhverjum tímapunkti fannst Sprengjunni að það væri helst til leiðinlegt í þessum garði, þrátt fyrir að hafa séð íkorna (að ég held í fyrsta skipti á ævinni með berum augum) og farið yfir brú (jibbí) og heimtaði að það yrði leikvöllur á vegi okkar ellegar myndi hún fara heim.

aefingasvaediHenni varð að ósk sinni og við fundum þennan blett með æfingatækjum á. Þarna í viðbót voru fleiri stangir, allskonar í laginu, ætlaðar til æfinga.

trampolinÞar á eftir komu hólar og hæðir með trampólínum í. Mjög skemmtilegt

Þar á eftir kom leikvöllur með trérólum og þar á eftir völlur með leikborg.

gummi-heldur-a-dynunniVið enduðum svo tveimur tímum síðar í Jysk á Øster Fælled Torv. Torg sem gengið er inní í gegnum þetta frábæra hlið. Búnglingurinn var einhver undarleg blanda af karlmanni og barni (barnmanni, barnmaður?), lék sér með skrækjum á leikvellinum en hélt á dýnunni nær alla leið heim.
arna-soley-i-vagni

Já við gengum og gengum. Bjútíbína var að sjálfsögðu með. Hún svaf lengi framanaf, en var síðan orðin frekar mikið fúl og við þurftum að halda á henni 1/4 af leiðinni heim. Það var þungt! En gátum haft dýnuna í vagninum í staðinn.

Fór svo í dag yfir á lestarstöðina Norðurbrú og aðeins betur en það til að fara í viðtal í tungumálaskóla. Hitti ekki á konuna sem ég átti að tala við. Kom auga á Jysk sem ég hefði getað farið í og það er svona að minnstakosti helmingi styttra þangað. Það skiptir engu, hinn dagurinn var bara svo góður.

Hér gengur allt sinn vanagang, þá á danska vísu. Allt gengur alltaf mikið hægar en mitt íslenska öræði heldur. T.d hélt ég að krakkarnir færu bara í skólann um leið og ég væri búin að skrá þau. Þau mæta ekki fyrr en á mánudaginn og Fagri litli fer í móttökubekk þar sem hann mun rifja upp dönskuna áður en hann fer í almennan bekk. Það er bara vel.

Ég ætla að finna mér sprogcenter nær Íslandsbryggju. Ég nenni ekki að ferðast alla leið hingað uppeftir til að læra dönsku.