Amagerfælled

Eitt af svona milljón hlutum sem ég hef saknað frá förken Kaupmannahöfn er þessi skógur, Amagerfælled. Fyrir mig, sem er skitsófrenískt náttúrustórborgarbarn er Kaupmannahöfn alveg staðurinn. Að hljóla í gegnum skóginn að sumri er hrein dásemd, ekki verra á haustin þegar litadýrðin sendir mann í algleymi nokkurt í alsælurússi, og á vorin þegar allt fæðist uppá nýtt og er ekki síðra, þó sé erfiðara að hjóla þar í snjó um vetur. Ég finn lyktina.

LangebroKaldir vetur sannarlega en sjáðu útsýnið! Ef ég mætti ráða myndi ég náttúrulega stroka þessa verksmiðju þarna með reykinn fyrir  miðri mynd út, en vá. Ótrúlega fallegt. Ég tók sennilega mynd á þessari brú annanhvorn dag meðan við vorum úti.

TívolíJól í Tivoli. Líka sérstök upplifun og gaman að fara í Tivoli yfir jólahátíðina. Var þar í þetta skiptið að mig minnir með Aldísi. Það var alveg pípandi kalt og sennilega algengt að fá sér heitan kop kakó og crepes með súkkulaði.. þannig að þegar maður kemur heim er manni íííískalt og með brennda tungu.

ÁramótÁramóta dinner hjá sambýliskonum tveim. Einn af erfiðari dögum í mínu lífi,  áramótin eftir að við Eiginmaður slitum samvistum. Geðbilað einmanalegt og sem skilnaðarbarn þá er ég alltaf alveg pípandi viðkvæm á þessum árstíma, svo það var varla á það bætandi. Það er einmitt á þessum dögum, þegar það er hátíð, uppgjör árs og byrjun nýs með loforð um betri tíma uppí erminni, að saknaðartilfinningin er algjörlega yfirþyrmandi og pínu nístandi. Þá er nú gott að eiga góða vinkonu.

Sunneva á skautumSprengjan á skautum á skautasvelli á Kongens Nytorv. Það var bara eins og að fara á tjörnina forðum daga. Afhverju þarf að færa allt inn og inní einhverjar hallir? Þetta var æðislegur dagur.

MótmælagangaEinn daginn á Englandsvej truntuðu framhjá ábyggilega meira ein nokkur þúsund manns að mótmæla einhverju. Ekki fyrir mitt litla líf man ég hverju, en alveg tryllt flott að sjá fólk.. og sko alveg pípandi mikið af fólki að láta í sér heyra. Finnst aðeins vanta uppá það í okkur Íslendingum að láta í okkur heyra og berjast. Anywho.

SporvognenEftir langan skúringardag er alveg svo ágætt að borða djúsí hamborgara á Sporvagningum á Grábræðratorgi. Aveg eitt uppáhaldið má segja. Ég held samt að við höfum aldrei borðað á útisvæðinu heldur alltaf inni.

Mannlífið

Ahhh, og mannlífið!…

Hjólaferð til Dragör…og hjólaferðir til Dragör í góðum félagsskap…

Afmæli í garði…og óvæntar afmælisveislur með vatnsblöðrum í almenningsgarði í sól og sumaryl…

matur á svölunum

…og matur á svölunum…

Epli…og fullþroskuð eplin á jörðinni í hrúgum.

fallegt útsýniÞarna er maður að veiða við endann á þessari míní bryggju. Ég býst við að ég hafi verið að hjóla frá vinnu og held að þetta sé einhverstaðar í kringum Norrebro. Held ég. Svo falleg birta.

Hjólaferðir um hverfiðHjólaferð um Amager með fólkinu mínu. Sprengjan og Búnglingurinn þarna fremst og Örverpið í Christiania-hjólinu.

Krakkar í pikknikkKrakkarnir í lautarferð í garðinum á Englandsvej. Þarna má sjá eitthvað nesti, fótbolta, legókubba, peningakassa og aukaföt. Aldrei of vel búin.

Langt síðanSvolítið síðan þessi var tekin. Þau eru enn í sömu stærðarhlutföllum við hvort annað, nema náttúrulega mikið stærri.

G og S

Þessi mynd er ein af mínum uppháhalds. Þó þau vilji kannski lítið ræða það akkúrat núna þá skipta þau hvort annað alveg rosalega miklu máli.

Ferð í skóginn

Ferð í skóginn með Jansvej genginu. Það er dýrðlegt að geta skottast svona útí skóg. Þar er svo margt að finna.

G og ég

Þvílíkur sjarmör þarna á ferð.. ekki ég heldur hinn.

Barn í skógi

Ég hef verið á einhverju svart/hvítt flippi í myndatöku í þessari ferð. Þarna er Örverpið að labba í skógi í borg. Stórbyggingin þarna aftast stingur sannarlega í stúf.

Sjoppa á horni

Ég fíla allt þetta “á horninu” dæmi í höfn kaupmannsins. Það er allt til alls allstaðar í göngufæri. Ekki bara sjabbí sjoppur eins og þessi heldur líka búð, hraðbanki, skólar og leikskólar og allt svona dagligdags sem maður er að nota.

skógurinn um sumar

Sko! Téður skógur um sumar. Ó hvað ég hlakka til að hjóla þarna aftur.

steypibað á bryggjunni

Íslandsbryggjan stútfull af hálfnöktu fólki í sólbaði eða vatnsbaði. Hversu dásamlegt!

IMG_0423

Ég og hjólið mitt. Sokkarnir yfir og skórnir sem einhver tók í misgripum í Yoga Shala í fyrra, skildu samt eftir alveg eins skó, en þeir voru bara aðeins of litlir. Merkilegast við þessa sögu er að þetta er í annaðskiptið á ekki svo löngum tíma að mínir skór eru teknir og aðrir minni skildir eftir.

kjóll á sumardegi

Kjóll, á tánum í sætum skóm.

Ferðir á ströndina

Ferðir á ströndina. Hvar er Eiginmaðurinn? Vísbending: Hann er hvítasti á ströndinni, nánast hvítari en bátarnir þarna.

Eiginmaðurinn

Mest af öllu við framtíðina þá hlakka ég náttúrulega til að eyða henni með þessum.  Sérstaklega þegar við bönkum uppá næsta ævintýri sem hefst held ég megi segja bara núna 1. des.

Dvölinni í Keflavík og á Íslandi er við það að ljúka í bili, við erum búin að selja húsið og erum byrjuð að pakka niður. Planið er að fara norður í land 1. des og svo eigum við flug út til Kaupmannahafnar í janúar þar sem við ætlum að búa þar til einhverntíma.

Við hlökkum alveg geðbilað mikið til.