Farin var skógarferð fyrir tvemur vikum síðan. Fjandans myggurnar hafa ekki ennþá orðið frosti eða bara hausti að bráð og bitu mig amk 3svar.

Við í Desperat housewifes fórum með runu af börnum útí skóg. Runan er svo löng að það lítur út fyrir að hún ætli engan endi að taka.

Frumburðir á hvorum bænum fyrir sig. Ég er komin með æði fyrir svarthvítum myndum, nýbúin að finna stillinguna á vélinni minni. Þau eru algjörir glókollar.

Skógurinn er einn af mínum uppáhaldsstöðum og ég held að krökkunum mínum blessuðum hafi fundist það sama. Þau allavega fóru í hina ýmsu leiðangra, þarna Örverpið og Sprengjan á hinum bænum.

Báðar Sprengjurnar, bæði mín og hæstráðanda á Jansvej. Á þeim er sama glottið. Maður veit aldrei hvað þau taka sér fyrir hendur en þau eru bæði jafn hjartahlý og frábær. Þau eru bæði fædd 5.október  en með nokkurra ára millibili.

Það er ekki af okkur skafið sko. Við hentum upp veislu á einu borði sem við fundum þarna inn á milli trjánna. Verst var að það var búið að brenna annan bekkinn til kaldra kola og ekki veit ég hvort sá sem smíðaði þetta var á annað borð með rétt gleraugu. Bekkurinn er fáránlega langt frá borðinu og alveg rosalega stór.

Er þetta ég ?

Svo er haustið búið að vera ótrúlega fallegt. Reyndar skiptist á með kulda og ..já, kulda. En nokkra daga hefur verið alveg þokkalega heitt, kannski um 10 stig eða eitthvað, og stilla. Þeir dagar eru æði. Þetta tré er hjá póstkassanum mínum, en myndin gerir því eiginlega bara ekki skil hvað litirnir voru flottir.

Þarna er hitapokinn sem ég kæri mig ekki um að lifa án. Örverpið sem ég kæri mig heldur ekki um að lifa án. Hann kærir sig hinsvegar ekki um að vera í nema einum sokk og helst engum buxum. Þetta er bara það fyrsta sem hann gerir þegar hann kemur heim, rífa sig úr brókinni og öðrum sokknum. Hann er annars mjög tæknilegur þarna að teikna við skrifborðið mitt og með penna á bak við eyrað og allt.

Og við vinnum líka einstaklega vel saman, ég og hann :)