Sjitt krapp. Sjónvarpið er svo leiðinlegt. Tók ákvörðun um daginn að minnka við mig og vera “venjuleg” þú veist, í staðinn fyrir að vera að einhverju alveg allan sólarhringinn og vera með kvíðahnúta og hárfall af stressi.

Að vera venjulegur er alveg ótrúlega boring. Maður lifandi. Að það sé það eina sem maður geri í lífinu sé að vakna til vinnu, koma heim   og sinna hinum venjulegu og síendurteknu heimlisstörfum, borða og fara svo og eiga í eldheitu ástarsambandi við sófann sinn og sjónvarpið (hvílíkur þríhyrningur) er mér ofviða.

Hvað get ég gert? Alveg milljón aðra hlutin en þetta.

Geri ég þá? Ekki hingað til.

Kemur til af tvennu, ég er bara eitthvað þreytt og svo hef ég andlegan sjúkdóm sem heitir frestunarárátta. Sjúkdómur sem 9 af hverju 10 Íslendingum er haldinn, hinir eru taldir ofvirkir og eitthvað afundnir fjölskyldu sinni.

Spurning um að taka á þessu.