Það er STANSLAUS barningur við dýr hér í efra…kræst. Ég er búin að tala um allar fjárans dúfurnar sem eignuðust dobíu af ungum sem allir skrækja og kurra eins og þeir fái borgað fyrir það. Og ekki nóg með að þeir skrækja og kurra heldur þarf ég núna að kenna þeim öllum að flýja þegar ég stappa, skvetti vatni, gluða klór eða pota með beittu priki niður í gengum þilin á svölunum. Ungviðið er svo vitlaust að það hreyfir sig ekki og lætur sem það eigi heima þarna. Skilur það ekki að það er ég.. ÉG- frú drottning sem á rétt á að vera á mínum eigins svölum..

Húsflugurnar voru ekki í vandræðum með kynlífið og fjölguðu sér ótt og títt, eða alveg þangað til ég bölvaði þeim og hengdi upp flugnaeiturs límmiða um alla íbúð…

Og NÚ.. eru það geitungar. Komnir alveg eftir árstíð en það er ekki lengur hægt að vera á hvorugum svölunum. Það þykir Bústýru hart.. svona í öllum harðindunum, að geta ekki einusinni notið sólar og alls ekki matar í útiíbúðinni. Ég er eiginlega hálf reið sko.

Nú rétt áðan, sem var tilefni þessarar myndar hér að ofan, kom einmitt einn feitur inn.. ég get ekki haldið kúlinu og sagt að mér hafi ekki brugðið og rokið upp og látið mig hverfa..

Ég þoli þá ekki.. Þessi sem kom inn gekk um mjólkurglasið mitt og grandskoðað svo lampann minn, eins og ég hefði klínt á hann súkkulaði og hann ætlaði að eiga það allt. Um daginn kom einn inn..já eða það komu margir inn!.. alveg 5, það hefur gerst.  Hann kom s.s inn og Bóndinn var að gera hér fiskfars í fiskibollur og hann tók bita af fiskfarsi. Ekkert grín, hann tók bita sem var alveg svona einn sentimeter og flaug með hann út. Hann hefur vitað að hann mátti ekkert taka fiskinn því um leið og hann stal honum flaug hann villt og galið um íbúðina áður en hann fór síðan út.. í fyrstu umferð missti hann reyndar bitann (wonder where it is..) og þurfti aðra ferð að skálinni.

Ég fékk að sjálfsögðu nóg og þar sem ég er með sjálfsbjargarviðleitni á háu stigi,

sbr. tilraunir mínar til ýmissa hluta, svosem að þurrka þvott úti þó það sé rigning..

Þá bjó ég til geitungagildrur sem ég hafði séð uppskrift af einhverntíma í fyrra. Þannig er gert að maður sker efripartinn af flösku og snýr honum við, en það má ekki vera tappi. Þá hellir maður djús í botninn sem geitungar eru sólgnir í. Þeir kunna hinsvegar ekki að fara upp um tappa opið aftur..þarna er einn drukknaður.

Og þarna oní voru nokkrir á tímabili, ég veit ekki almennilega hvort það sést neitt sérlega?

Svo kom óveður hér síðustu helgi og feykti öllum gildrunum um koll.. og núna er ég að brenna reykelsi á milljón til að fá að vera í friði.

Verst ég veit ekkert hvert hann fór sem  ruddist hingað inn áðan og drakk mjólkina mína..