Mikið rosalega er erfitt að aga sjálfa mig til. Þó það hafi komið strik í sundáætlun mína, vegna frostsins, þá var hér ekki frost í gær og ég drattaðist ekki í sund. Fór samt í dag og synti nokkra metra. Kannski 200. Ó ekki get ég grobbað mig af neinum sérstökum árangri í þessari viku. Hvað skal til bragðs að taka?

Nú, ædolið mitt í þessum áskorunar hugleiðingum setti fram sína áskorun fyrir desembermánuð og það hljómaði uppá hvernig ætti að komast yfir þennan stressfulla mánuð og jólahaldið. M.a var að hún ætlað að hugleiða einusinni á dag, yoga 3 í viku, má ekki taka upp kreditkorið sitt og svona hitt og þetta í þeim dúr.

Ég er að hugsa um að taka hana á orðinu og hugleiða á hverjum degi í næstu viku..ÁSAMT því að klára að synda þessa 5.6 kílómetra.

É G   S K A L.

Annars er lífið á Hvammstanga bara búið að vera ljúft. Tíminn líður hratt og sennilega án þess að við munum taka eftir, verðum við komin í Köben.

nidri-vid-bud

Stukkum hér niður í búð í gær við Sprengja, Örverpi og Bjútíbína. Nánast sólarlandaveður miðað við frostið dagana á undan, mjög fallegt veður og einhvernveginn engu líkt að rölta um og sjá bæði sjó og fjöll, náttúru og manneskjur. Keyptum í búðinni kost og ákváðum svo að koma við í Bardúsu þar sem við sáum að fáninn var við hún.

Alltaf gaman að koma í Bardúsu, sá þar að tvær af lopapeysunum sem ég prjónaði voru þar ennþá, seldi nokkrar og allar uglu lyklakyppurnar sem ég heklaði í vor/sumar.

batar-i-hofn

Þá fórum við niður á höfn. Þar lágu Steini, Brimill, Harpa og Neisti. Þar duttu líka allar mandarínurnar sem ég keypti úr kassanum og rúlluðu útum allt.

solarlag

Alveg svífandi fallegt. Sól og sjór.

fugl-i-sjo

Hin öndin fór akkúrat í kaf.