sindri-var-i-lejrskoleÞessi fór í ferð með bekknum sínum og gisti í skýli. Honum fannst það hreint og beint æði. Það var tálgað, klifrað í trjám, grillaðir skúmfídúsar (sykurpúðar), grillað brauð á trjágrein sem hann sjálfur snikkaði til.

Það er að koma meira og meira í ljós hvað hann unir sér í náttúrunni þessi.

Hann var næstum því ekki vakandi þegar ég sótti hann daginn eftir. Undirlagið sem hann var með fannst honum helst til hart og svo var einn sem hraut svo hátt og svo var heitt og kalt á víxl.. já og svo voru fuglar sem höfðu svo hátt.. blessað borgarbarnið.