sindri-9-ara

Það er afmælisdagur í dag. Fagri er 9 ára og honum var fagnað sem og fleiri góðum drengjum.

sindri-afmaelisbarn

Hann var spenntur í morgunsárið blessaður. Ætli það sé ekki strembið að eiga afmæli svona stutt á eftir jólum. Fær bara enga pásu í spennunni.

sindri-skodar-gjafirnarHann fékk hitt og þetta í afmælisgjöf. T.d meira í lego chima safnið sitt, hann er kominn með dágott safn og ólíkt eldri bróður sínum sem hefur fyrir venju að byggja úr því sem kom eftirleiðbeiningunum og rífa það svo niður í öreindir aftur til þess að setja það saman uppá nýtt í það sama eða eitthvað allt annað, þá er allt hans jóla og afmælislegó komið samsett uppá hillu. Svo er það tekið niður af og til bæði til að leika með það og bara til að skoða það.

Hann fékk líka fjarsteringu (hehe) fyrir leikjatölvuna þeirra, heyrnartól og tölvuleik.

sunneva-og-gummi-i-afmaeli

Eldri tvö lásu kortið fyrir hann. Handskrifaðir stafir eru kannski ekki fyrir þá sem voru bara 8 ára í gær. Svo skemmtilegt hvað þau voru glöð og spennt fyrir hans hönd.

arna-i-afmaeli

Litla dýrið var þarna líka, alveg jafn nývöknuð og restin af okkur. Hún hafði mestan áhuga á því að fá eitthvað í gogginn og vera með úfið hár.

kakan-

Við fögnuðum í allan dag með ýmsum hætti og þessari flöðebollahh köku. Það eru 20 stk flöðebollahh á henni. Ég hafði keypt bakka með 20 stk í og hafði hugsað mér að setja þær á kökuna til gamans en leit síðan af Sprengjunni sem sá um skreytinguna og missti af því að segja henni að setja bara sirka eina bollu á sneið.

Kakan er ógisslega flott hinsvegar, haha. Þvílík veisla.

Okkur gengur að sjálfsögðu ekkert að standa við áramótaheitið um að borða ekki nammi, kex eða kökur. Ekki bara eru hér ennþá kílóavís af nammi, heldur er jú mannasiður að baka köku á afmælum. Best að muna það næst að svona áramótaheit geta ekki verið strengd frá 1.jan heldur 5.jan.