Fékk þessa dýrindis gjöf þegar ég hélt uppá 9 ára afmæli Sprengjunnar. Ég á nú eftir að segja inn myndir af því, mikið ósköp var gaman.  En þessar kartöflur fékk ég frá frænku minni (Hæ Ásta :)). Þær eru trylltbilað (já, nýtt orð) góðar.

Ég er hætt að sakna Danmerkur. Það var sannarlega góður tími og æðislegt að vera þar. Máske hljómar það fáránlega en ég komst að því um helgina að ég saknaði sjáfrar mín mikið meira en ég saknaði Danmerkur. Það er því ég var að vinna um eftirmiðdaginn, ein við skúringar og var því heima, líka ein, yfir flesta daga. Ég er bara svona góður eigin selskapur og ég fann það svo vel þegar ég var ein heima um helgina að ég hafði saknað mín frekar mikið.

Mér líður allt öðruvísi núna, þegar ég er búin að ná sjálfri mér aftur inní hringinn, altsvo, ég er ekki lengur í Danmörku eða allstaðar annarstaðar en ég er í rauninni.

Svo er svo margt skemmtilegt að gerast og svo góð lykt hér. Og ferskt loft. Ég fagna sjálfri mér og Íslandi líka.