Fyrir hönd Félagsbúsmeðlima er fóru til Íslands ætla ég að baula yfir flugferð þeirra. Þetta væri auðvitað mun reiðilegra hefði ég lent í þessu sjálf, en sem lið í að bæta hversu eigingjörn ég er ætla ég að pústa fyrir hönd þeirra um flugferðina.

Þau innrituðu sig og fengu sæti saman, þrjú öðrum megin og einn hinum megin við ganginn og fremst. Krakkarnir voru víst mjög spennt yfir því. Svo kemur dónalegur flugvallarstarfskraftur og segir þeim að hypja sig úr sætunum því það sé regla að börn megi ekki sitja fremst.. þegar Bóndi maldaði í móinn og ætlað að fá mannaulann til að lofa þeim að sitja aftur svona saman sagði hann bara nei og skildi ekki hvert vandamálið væri að sætu ekki saman. Það átti svo að leigja handa þeim vídjó til að horfa á eins og auglýst er á vefsíðu Express en það var aldeilis ekki hægt í þessu flugi. Taka má fram að þetta var ekki flugvél frá Express og ekki starfsfólk Express heldur eitthvað frá Lettlandi að mig minnir að þau hafi sagt..eða Litháen. Það er ekkert að því að fljúga með fagfólki sama frá hvaða landi það er, en þegar það vantar parta af stólum, beltin eru laus eins og kom í ljós að var í þeirra tilfelli og flugfólkið er dónó þá getur maður nú ekki þagað skohh.. ekki nóg með allt þetta heldur var seinkun, sem enginn þolir (nema ég því ég er fullkomin) og svo er mAmma Lóa öll í lími eftir ferðina. Sætisarmurinn á stólnum var ekki með púðanum á og það var límband svo hún festist bara við stólinn. Það átti kannski að vera vara leið ef beltið myndi slitna..að líma mannskapinn bara niður. Já, eins og ég sagði þá þagar maður ekki yfir svona svo ég kvartaði til Express. Hringdi fyrst (ég var spök) og sagðist hafa kvörtun, við hvern ég ætti að tala. Mér var sagt að senda tölvupóst (ég er orðin rooosaleg í að pikka ég sendi svo marga tölvupósta hingað og þangað) til kvörtunardeildar sem ég gerði. Og fékk afsökunarbeiðni í dag og þeim þótti þetta svakkkkalega miður. Í mínu bréfi fór ég fram á skaðabætur en það kom ekkert fram í póstinum frá þeim að það ætti að gefa mér flugför fyrir familínuna til mæorka eða neitt í staðinn….
(þessi texti er tileinkaður Ásu og Pabba mínum, þau eru sérstaklega hrifin af Iceland Express bæði tvö)

Einvera okkar Sindra gengur alveg ágætlega. Hann spyr að vísu gríðarlega oft um pabba sinn og systkini en það tekur út yfir allt hvað hann spyr oft um Ömmu Lóu.. ég er búin að segja það svona þúsund sinnum að hún sé heima á Íslandi.
Við fórum svo í gær eftir leikskóla og átum kex og drukkum dúð (djús) í strætóskýli þar sem við (ég) ætluðum í Amagerplanteland, með strætó, sem er einskonar Blómaval. Náttúrulega ekki á íslenskan mælikvarða og voru plönturnar næstum því allar dauðar. Eða næst því. Ég ætlaði sko að kaupa terrakotta potta…(kotta potta..hehe) til að flytja aumingja tómatplönturnar sem eru ennþá í ræktunarkössunum í almennilega potta svo þær geti vaxið eins og hinar sem eru orðnar risastórar. En kom út með mold og 6 aðrar tegundir af kryddjurtum… Sindri söng og söng í búðinni of fékk vökvunarkönnu en hingað til hefur hann þurft að notast við plastflösku sem er ekkert verkfæri fyrir alvöru svalaplöntuvökvara. Hann heillaði alla uppúr skónum í búðinni. Ég og hann erum gott par, því þegar við vorum komin í strætó aftur og ég sá verðmiðann á bölvaðri dollunni sem hans hátign ætlar að vökva úr sá ég að ég hafði líklega ekki greitt fyrir hana…En hann söng voða vel og er greinilega umhugsað um buddu Bústýrunnar.

Það er svo margt skemmtilegt skal ég ykkur segja. Þó ég hafi svo oft og mörgum sinnum farið í hugamínum til helvítis og til baka þá kann ég svo vel að meta þegar hið óvænta gerist og gleður mig. Ekki get ég samt sagt að allt sé óvænt þannig, það er ekkert óvænt að við höfum fengið aðra geðveikt flotta íbúð því við fórum jú og sóttum um hana og það er heldur ekkert óvænt að ég er að fara að læra á selló næsta vetur…því ég sótti um það. Það gerði ég meðan það varð e-h skammhlaup uppi í Heilabúi. Ég skrifaði sísvona á umsóknina fyrir næsta vetur að ég vildi líka læra á selló. Á ég selló??? nei. Það verður þá bara að redda því e-h veginn. Á einhver sem vill lána? Annars var ég að hugsa um að reyna að komast yfir e-h hræódýrt á eBay eða e-h álíka stað, einhver sem hefur reynslu af því að kaupa hljóðfæri á eBay? Reyndar finnst mér kontrabassi miklu voldugra og meira kúl hljóðfæri. En ég ætla að byrja á sellóinu. Ég hef náttúrulega alveg hálfan vetur tekið kennsku í gítarleik og það eru amk 5 ár síðan svo ég get ekki sagt að ég kunni neitt á hann og það er uþb þá allt (eða ekkert) sem ég kann á strengja hljóðfæri. En ómægad, hvað það er rossalega flottur hljómur úr selló, vúff.

Svo las ég mbl.is áðan og komst að því að það væru flóð hér í nágrenni mínu. Ekki gat ég séð það. Eina sem ég sá var frekar stór pollur sem tók mig hálfa sekúndu að hjóla í gegnum. En hinsvegar þá vaknaði Sindri við rigninguna sem var í nótt og hún var GEEEEÐVEIK. Ég hef bara aldrei séð annað eins. Það eru víst klóakrör og e-h svona sem hefur flotið upp, það er greinilegt að við í Danmörku skítum ekki mjög þungu. Ég varð samt ekki vör við neina lykt eða neitt svoleiðis eins og kona ein á Íslandsbryggju hafði sagt við Jyllands-Posten, að kjallarinn væri fljótandi í mannaskít og það væri frekar vond lykt en ekki væri um annað að ræða en að þrífa það upp og taka til. OJ.