Afhverju er þetta erfiðara en síðasta önn?? Hafði ég það alltof gott í sumar? Það hefur komið í ljós að það má aldrei slaka á heilanum. Ef ég slaka á heilanum þá gleymist íþróttapokinn, nestið, að það eigi að gefa bangsa og blýant til fátækra, fara á foreldrafund,loppemarkað og þar frameftir götum.

Það var loppemarkaður hjá bekknum hans Gumma á laugardaginn var. Það var til styrktar bekknum,þ.e þau ætla að safna fé til að gera e-h skemmtilegt saman. Ég svosem veit ekki hvað seldist fyrir mikið en börnin gáfu dót og sumir verðmerktu og aðrir stóðu og seldu.

Við flæktumst um á loppemarkaðnum og sáum svosem fullt af dóti sem okkur dauðlangaði í en svo af einhverjum undraverðum ástæðum þá gleymdum við að kaupa nokkuð af því. Það var margt sniðugt, kollar í eldhúsið þar sem við eigum ekki nógu marga stóla fyrir alla félagsbús meðlimi, ljósakróna í staðin fyrir þá sem brotnaði þegar Bóndinn hamaðist með krökkunum í púðaslag (NB. ég sagði þeim svona tuttugusinnum að hætta því, með venjulegri rödd, aðeins hvassari rödd, gargaði og öskraði svo á Bóndann einan því þau hin voru farin að grenja undan mér, það getur verið erfitt að buga hann…) Svo voru þarna kasettur með dönskkum lögum og ævintýrum sem ég hefði viljað festa kaup á.

Á föstudaginn fór ég svo að grenja úr vonsku og reiði og það í skólanum. Það er svoleiðis þegar maður er ON allan sólarhringinn alla sólarhringa, þá má oft ekkert gerast þá spilaborgin bara hrunin. Kellllingar beygggGla frá e-h skíta fyrirtæki sem við skiptum við hringdi því í hennar bókum stendur að ég sé ekki búin að greiða það sem ég átti að greiða… ég fer ekki nánar út í þá sögu hér en í stuttu máli sakaði hún mig um að hafa ekki borgað á réttum tíma, að ég hefði aldrei haft samband við þau, hún hefði það jú skrifað hjá sér, að ég hefði aldrei sent þeim tölvupóst og svo sagði hún mig bara vera lygara og fleira. Jáhh…ég sat s.s og grenjaði í skólanum, vorkenndi mér svo frameftir degi og eyddi svo tveim tímum í að skrifa þriggja síðnalangt kvörtunarbréf með 9 viðleggjum (skjöl sem maður leggur við svona bréf..). Þetta bréf hyggst ég senda annað hvort í þetta fyrirtæki eða til Forbrugs fyrirtækið, sem verndar kúnnann. Merkilega við þetta er að það kom í ljós á þessari forbrugs síðu að umrætt fyrirtæki hefði ekki hreint pokahorn..það verður forvitnilegt að sjá hvar þetta endar.

Mig langaði fyrir 2 tímum að fara uppí rúm og sofa. Ég var að vísu ekki komin heim, hehe, en afhverju ég er ekki enn farin uppí veit ég ekki:) Jú, því mér þykir vænt um ykkur og langar til að segja ykkur fréttir hér á þessari ágætu rás.

Annars..gleðifréttirnar eru að Bóndinn fór fyrsta daginn í skólann í dag. Honum líst bara vel á. Hann yrði náttúrulega að skrifa hér sjálfur hvenrig það var nákvæmlega því ekki fór ég og hélt í höndina á honum á meðan, hehe.

Þá verður spennandi að sjá hvenrig það hefst að samræma það að við séum bæði að læra, vúff.

Enn annað er að hin ágæta systir vor Ása í Hálöndum var að útskrifast frá Bifröst á laugardaginn, við óskum henni og hennar fjölskyldu, s.s okkur..hehe, innilega til hamingju með áfangan.
Í sömu útskrift var líka Aldís vinkona mín og medarbejder, hún hélt ræðu með sóma og fékk síðan verðlaun fyrir að vera hæst. Og fleiri sem ég kannast við útskrifuðust líka og þeir fá líka hamingju óskir. En ég verð að telja það svolítið merkilegt og eiginlega að ég fyllist öryggiskennd að þekkja svona gáfað fólk eins og Aldísi og Ásu, ég gæti nefnilega þurft á þeim að halda þegar lögreglan kemur og handtekur mig fyrir að hafa skrifað harðort kvörtunarbréf til kúkalabba starfsgeggjunarinnar sem starfar við það að hringja í fólk og vera svo þver að það er ekki hugsandi að hún eigi mann eða hafi verið við svoleiðs kennd..enginn kæmist náttúrulega til þess að skvera sér uppá svoleiðis þurrkunntu, eingöngu vegna færðar bíst ég við….já, ég er ill þessa dagana..mjög ill meira að segja.