2015-05-02 17.26.35

Stundum er ég ekki alveg viss á hvað ég er búin að blogga um, en hér er smá yfirferð. Við fórum í Tívolí á dögunum að hlusta á Sprengjuna þeyta lúðurinn. Átum ís og svona eftirá. Þarna er ég og eldra hollið hehe, eins og Bjútíbína sé í holli.. nei! Hún er það ekki.

2015-05-22 09.52.47

Og þarna á leiðinni í Street Parade. Hún er búin að segja mér að hún vilji ekki halda áfram næsta vetur að spila. Ég er heart broken ef ég á að segja helberan sannleikann. Ég veit ekki hvað það er og ég veit ekki hvort það er raunhæft að ég útksýri það, en músík stendur mér það nær að ég get bara ekki hamið tár þegar ég fer á tónleika þar sem hún spilar, eða þegar ég fer á sinfó tónleika, eða þegar ég fer á söngleiki, eða þegar einhvað kvendi sagði áður en lýðurinn lagði af stað í Street Parade, orðið musik. Þá fór ég líka að vola. Er þetta nokkuð einkenni einhvers geðsjúkdóms?

Númm, að efni greinar; ég er eiginlega aldrei á myndum, auðvitað vegna þess að ég er alltaf að taka myndirnar, en hafði hug á að breyta því. Rauði þráðurinn í þessum pósti verður þessvegna helgaður mínu eigins ágæti á filmu. Margir sem hafa tekið af mér mynd, vita að ég er alveg hryllilega ómyndarleg. Skelfilega ómyndarleg.

2015-05-02 19.06.48

Þessi er hinsvegar mjög myndarleg. Og hún bardúsar svo mikið. Þarna er hún að bardúsa við að nota sigti sem kopp, eða rassíu?

2015-05-14 14.13.27

Hér er síðan aðgerð. Á meðan setið er á koppi þarf að skeina dúkku sem öllum með augu í lagi ætti að vera ljóst að hefur kúkað á sig, eða lavet lort eins og daman segir.

2015-05-03 13.46.45

Stundum verður maður að fara úr húsi. Það gerðum við um daginn, eða partur af okkur. Þetta er leiktæki sem Fagri er uppá. Er það ekki bara frekar töff?

2015-05-03 13.47.18

Þetta er hið svokallaða “Tréleikpláss”. Eða þau kalla það þetta þau hér. Er hérna rétthjá. Ferlega flott leiksvæði inní svona smá skógarrjóðri. Er opið öllum og nýtt af frístundaheimili sem þarna rétt hjá. Í því er allskonar, t.d þessi forláta hænsnakofi.

2015-05-03 13.47.26

Og tréhús í byggingu.

2015-05-03 13.47.44

Og Cetta’s insekt hus. Eða pödduhús Cettu (held amk að það standi Cetta). Ég veit ekki hvernig svona pödduhús virkar reyndar.

2015-05-03 13.51.18

Þarna inní miðju risastóru tré eru nokkrir stubbar að vaxa.

2015-05-03 13.52.46

Og þarna er minn stubbur hátt uppí tré. Hann er náttúrulega enginn stubbur lengur. Nær mér nánast uppað höku.. HÖKU!

2015-05-08 20.36.34

Við gerum svolítið af því að poppa. Við grínumst ekki þegar við poppum og poppum í svartan steikarpott. Það minnti mig á Breiðabólsstað hjá Ömmu og Afa. Þar var að vísu ekki endilega poppað í steikarpott, heldur heilu balana. Enda erum við mörg frændsystkinin sem, ef mig minnir rétt, vorum hjá ömmu og afa oft á sama tíma.

2015-05-15 16.55.29

Svalagarðurinn minn er alveg í húrrandi gangi. Þessi mynd er tekin fyrir kannski 10 dögum. Allar jarðaberjaplönturnar mínar eru komnar með helling af blómum og ég hef fengið fyrstu uppskeru af salati og spínati. Át það áðan.

2015-05-22 17.23.23

Og eitt af eftirtöldu er að vaxa þarna, rifsber eða sólber. Er með bláberjatré líka, en það lítur ekki eins út.

2015-05-22 17.52.48

Mynd af mér! Þarna erum við Bjútíbína að snyrta timian plönturnar og þurrka. Hún er reyndar bara eitthvað að reyna að setja á sig sólgleraugu.

2015-05-24 12.25.52

Um daginn kom svona gott veður. Þetta eru náttbuxurnar mínar og flippararnir mínir. Það hefur verið mega súrt veður síðan. Á morgun er hinsvegar spáð 17 stiga hita segir litli veðurfræðingurinn minn (Sprengjan) og það á víst að vera 22 gráður á laugardaginn. Það er ógisssslega kúl.

2015-05-16 15.52.10

Fórum síðan aftur útúr húsi, í það skiptið í Naturcentret hér við endann á Metró. Ég veit heldur ekki hvort ég var búin að blogga um þetta en mér er alveg sama. Þar eru hænur með hænu unga. Svakalega stórar hænur og úber feitar.

2015-05-16 16.01.28

Þetta var s.s ferð til að fara og kanna ástand nýfæddra lamba. Þau höfðu það öll gott og voru gæf og við gátum klappað þeim. Ég veit ekki með þessa en mér finnst eins og einhver hefði þrurft að senda hana í klippingu.

2015-05-16 16.02.45

Rollur hér eru svosem ekki mikið frábruggðnar hinni íslensku ofurkind.

2015-05-16 16.55.37

Lambinu var alveg sama þó þau þrjú sætu umhvervis það og klöppuðu því. Bjútíbína var öll bara í kjaftinum. Gargaði Mehehehehehehe, en þorði ekki að klappa.

2015-05-16 17.10.36

Í Naturcentret eru fullt af allskonar apparötum til þess að klifra í. T.d þetta. Blondínurnar mínar :)

2015-05-25 10.15.47

Þessi tvö sitja oft saman í sófanum, sko alveg saman. Hún skríður oft í fangið á honum og þau horfa á sjónvarpið. Þetta var einum of þægilegt til að hægt væri að sleppa því.

2015-05-08 18.06.37

Táningurinn fór í viku til Ærø. Það er eyja einhversstaðar nálægt þessu landi sem við búum í. Þau áttu að sjá um sig sjálf, þ.e voru nokkrir saman í svona smáhýsi (hytte) og áttu að elda fyrir sig sjálf og svo auðvitað var farið í allskonar ferðir og svona hitt og þetta. Hann var þreyttur þegar hann kom heim um kl 14. Hann vaknaði svo ekkert fyrr en bara daginn eftir.

2015-05-10 12.06.29

Ég er nú heppin að vera með eldri börn sem geta hjálpað mér að eiga við smábarnið, ekki að hún sé svaka erfið, heldur getur verið þægilegt að fara útí búð án þess að, eins og þegar þau 3 voru lítil, að þurfa að klæða alla, drösla þeim niður 100 tröppur, gleyma veskin uppi = upp með alla aftur, hjóla á nýþungu christiania hjólinu útí búð, fylla fjárans hjólið, en tæma veskið og hlunkast svo með gargandi, grenjandi og gólandi börn heim aftur. Þarf varla að nefna að eftir svoleiðis búðarferð þurfa alli að fara í sturtu. En er það hægt ef maður er einn með 3 lítil börn. Nei. Þú verður því í ofanálag, sveitt en svo með þornaðan, eða storknaðan svita og illa lyktandi alveg þangað til einhver annar kemur og leysir þig af. Já, eins og ég segi, heppin ég að hafa þau eldri hér svo ég geti stokkið í búð. Þær voru úti að leika á meðan í eitt skiptið.

2015-05-29 16.25.46

Stundum þarf ég samt að fara í búð með barnið. Það er í flestum tilfellum í lagi. Bara nema þegar maður álpast í búð á búða banntímanum sem ætti að gilda fyrir fólk með börn. S.s klukkan 16-17 á virkum dögum ætti bara þeir sem eru ekki með nein börn í eftirdragi að fá að fara inní búðina. Ég rolaðist á þessum tíma og hún gargaði bara í kór við öll hin 100 börnin sem voru úrill og þreytt og nenntu ekki frekar en foreldrið að vera inní þessu risavaxna gímaldi er Bilka kallast og er svo margir fermetrar að búðarerðin telst sem ein ræktarferð. Ég gaf henni kex. Það lagar allt. Hún var seríöslí fúl samt.

2015-05-21 13.13.32

Rauði þráðurinn. Ég á skrifstofunni minni. Kontórinn inniheldur skrifborð fyrir dverga og eldhússtól. Já, ég er búin að troða eina skrifborðinu sem mögulega kemst á milli uppþvottavélarinnar og sófans.. og alls dótsins hennar Bjútíbínu. Hún leikur sér þessvegna inná kontór hjá mér, en í leiðinni í miðri stofu, en samt inní eldhúsi eiginlega. Jamm. Kannski finnst mér bæði skrifborðið og íbúðin okkar vera en anelse for lille.

2015-05-30 15.21.13

Þessi fóru í bátsferð. Ég mátti ekki vita hvert þau voru að fara.

2015-05-31 15.50.53

Og þá fórum við út enn og aftur. Í þetta skipti öll. Sprengjan í stuðinu og tilbúin í hvað sem er.

2015-05-31 16.11.53

Við fórum útí minn ástkæra Amager Fælled. Átum þar pönnukökur. Ég er alltaf hissa, á hverjum degi, hvað þesi börn hafa stækkað. Skil stundum ekki hvernig þetta virkar.

2015-05-31 16.12.04

Eiginmaðurinn og Bjútíbína, líka að hakka pönnukökur. Við erum þarna niðri við vatn sem er inní skóginum og þegar við vorum um það bil búin með næst síðustu pönnukökuna dúkkar upp…

2015-05-31 16.29.00

…þessi vinkona með ungana sína þrjá. Hún var ekki að hika neitt, vatt sér uppá bakkann og beint til okkar. Ungarnir á eftir.

2015-05-31 16.32.23

Í þær var hent pönnukökum og saltkexi. Öndin kom svo nálægt að Fagri gat gefið henni úr hönd og klappað ungunum. Bjútíbína gerir allt eins og hinir. Það var samt sama sagan hér og með kindurnar í Naturcentret, hún var ekki alveg handviss um að hún vildi vera nær öndinni, en vildi samt liggja eins og krakkarnir.

2015-05-31 16.45.03

Svo var hann handtekinn.

2015-06-04 11.19.31

Þessi mynd er síðan í dag. Í gær tók ég eftir því þegar ég fór með Bjútíbínu á vuggestuen að það var lokað þar í dag OG á morgun, það er s.s almennur frídagur hér á morgun og allt lokað. Þannig að hún var heima í dag. Ýmist allsber eða í bleiu að spila á gítar. Rassast við að vökva svalagarðinn. Glamra á píanóið og vera með almenna frekju.

2015-05-31 16.21.07

Rauði þráðurinn: þarna sagði Eiginmaðurinn: Kristín, viltu hætta að líta út eins og rass á myndum”.