Jæja. Ég er búin að setja upp svona 7 mismunandi útlit á þetta blessaða blogg, mér líkar ekkert af þeim og heldur ekki það sem er núna. Það er aldrei hægt að gera mér til geðs.

Gaddurinn er þvílíkur hér á norðurlandinu að það er hreinlega ekki brjóstum út sigandi hér. Þá meina ég auðvitað mjólkurbrjóstum. Svo ég hef ekki farið í sund til að synda restina af þessum kílómetrafjölda. Vil ekki fá stíflur í tútturnar, það er alveg ógeðslega óþægilegt.

Hef nú ekki hangið í súkkulaði og nammi baði samt ef þú hélst það, nei, ég hef farið samviskusamlega í öll fötin mín og dúddað mér hér út eitthvað. Bara svo ótrúlega fallegt hér á Hvammstanga.

20131203_133036

Hér hefur snjóað sem aldrei fyrr. Allt hvítt.

20131203_133209Út með Bjútíbínu fórum við, en  ekki í gær og ekki í dag, þvílíkur fimbulkuldi er búinn að vera.

20131203_133403Mér finnst þetta vera flott skilti. Svo eru ennþá flottari ljósastaurar í Skrúðgarðinum (Bangsatúni) en ég á ekki mynd af þeim.

20131203_141700Ungfrúin fer að sjálfsögðu vel klædd út í þennan veður ofsa.

20131206_152329Hvammstangaá. Einusinni sagði ég lækur um þessa sprænu. Ég fékk á baukinn fyrir vikið.

20131206_152400Tekið uppeftir. Auðvitað nær myndavélin á símanum ekki að fanga að það var meira bjart úti og klakahellan þarna er ljósgrænblá á litinn.

20131206_153350Gekk niður í pósthús fyrst, svo í bankann og þá framhjá búðinni, þessi mynd tekin uppeftir ánni þá. Kirkjan þarna efst fyrir miðju.

20131204_135411Hér hafa síðan krakkar setið við jólagjafaframleiðslu.

20131203_120535Búnglingurinn við hnýtingar.

20131205_194320Systurnar að tsjilla í sófanum.

20131203_111831Og þetta :)