Þvílíkt og annað eins sem er gott að fara í góða sundlaug. Ííííískalt hér á norðurlandinu og hreint dásamlegt að fara í pottinn eftirá. Sitja í heitu vatninu og láta snjóa á sig.

Metrarnir 500 runnu ljúflega áfram, einhvernveginn ekkert mál, bara 5.1 eftir í vikunni. Synti fyrst 300 í beit og svo 100 og 100. Já, ég veit að það eru sennilega margir þarna úti sem finnst 500 metrar vera varla uppí nös á ketti. En þeir voru sennilega ekki að brjótast útúr fæðingarorlofshýðinu. Reyndar finnst mér það sjálfri líka, sérstaklega því sundið tók ekki nema 12 mínútur. En ég verð að taka þetta stig af stigi, ég fékk meira að segja hausverk af áreynslu..hahaha. LORD! Það er í alvöru eins og ég hafi aldrei hreyft á mér kroppinn.

Annars er bara ekkert nema dásamlegt hér á Hvammstanga. Eitthvað svo notalega kunnuglegt og gaman að segja hæ við fólk í búðinni, apótekinu, heilsugæslunni, bankanum og sundlauginni.