IMG_1100

Jæja krakkar mínir komiði sæl. Hér er vorið komið. Það er nú ekki búið að vera rosalega mikil sól og eiginlega frekar svona fúlt veður, rigning af og til, svolítill blástur. Sé t.d núna þegar ég lít útum gluggann minn að þvotturinn minn er blautur útá svölum. En vorið er samt komið.

 

IMG_1101

Fór í gær að sækja Sindra í skólann. Hitti þar fyrir þennan staur, en hann er svo gamall í hettunni að það er farinn að vaxa á honum mosi. Það er aldeilis huggulegt. Mér finnst ríkt í dananum að hlutirnir og aðferðirnar eru notaðar bara endalaust á meðan virkar. Eða erða bara þannig að ég er farin að vilja nota hlutina bara endalaust á meðan þeir virka. Ég varð allavegana þeirri stund fegnust  þegar inn kom á heimilið alveg eins ryksuga og við áttum, sem ég vissi að virkaði. Við höfðum nefnilega keypt aðra til bráðabirgða, svona ódýra druslu. Hún var ekki bara fáránlega stór á búkinn heldur líka með fáránlega stutt skaft. Það hefur reyndar skúringakústurinn minn líka, eins og hafi verið hannaður fyrir smávaxinn frá Kína. En við erum ekki frá Kína! Við erum frá Íslandi og erum stórir og groddalegir víkingar. Já. Þessvegna er ég fegin og glöð að frú Nilfisk er komin aftur, í þetta skiptið rauð. Hin var blá og fór í tunnuna á Íslandi. Ég hlakka til margra komandi ára með þessari ryksugu.
IMG_1102

Fólk er stundum alveg frábært. Sjáðu bara hvað þessi hefur gert í kringum garðinn sinn. Hann hefur gert styttu af öllum mögulegum dýrum.

IMG_1106

Okkur Fagra fannst þetta alveg ótrúlega flott. Fagri vildi helst samt að þessi ljósastaur væri ekki þarna með í myndinni, hann skemmdi fyrir honum að vera kúl á þessari með höfrungnum.

 

IMG_1108

Ljúfmennið hún Bjútíbína. Horfir rannsakandi á umhverfið. Svo sofnaði hún.

 

IMG_1110

Mér finnst daninn líka vera nákvæmur. Nákvæmur og með auga fyrir smáatriðum. Vejlands Allé er lööööng gata. Nær alla leið hér frá okkur og að Amagerbrogade. Það er alveg fullar 30 mínútur á gangi. Svona 1/3 af gangstéttunum var þakinn keilum og skiltum vegna vegavinnu. Ég bölvaði í hljóði (eða gerði ég það hátt og snjallt vitandi að það væru litlar líkur á að einhver skildi mig….) yfir því hvað væri verið að grafa holur hérna hægri vinstri og ég á barnavagninum og kæmist ekki um.

Nei þá voru litlu skinnin að fylla uppí holur í malbikinu við hliðina á gangstéttinni. Þeir voru ekki að fylla í holur í götunni heldur í litla kantinum hinu megin við gangstéttina. Ha. Mér kom þetta alveg smá spánskt fyrir sjónir.

 

IMG_1111

Væri ekki tilvalið að ég myndi búa við þessa götu?

 

IMG_1133

Þessi maður er einhversskonar frábæri. Hann er svo fagur og skemmtilegur. Ég er mjög vel gift.

IMG_1139

Ég er búin að vera að vinna hörðum höndum að vef fyrir einn kúnnann minn síðustu daga. Já, þegar Eiginmaðurinn er ekki í vinnunni, þá er ég í vinnunni. Það er meira en að segja það að vera í vinnunni þegar það er allt í gangi á heimilinu. Hann gerir nú sitt besta blessaður maðurinn og er hin fínasta húsmóðir. Þarna búinn að virkja öll börn sem heima voru í að baka eitt og annað. Ég nefnilega þrumaði því yfir í stresskasti að ég gæti sko ekki bæði unnið OG bakað brauðið. Og hananú.

 

IMG_1143

Þetta fés!

IMG_1146

Allir krakkar hafa eitthvað að gera. Fagri mælir órætt magn af rúsínum í jólakökuna sem í undirbúningi var og Bjútíbína opnar og lokar skápahurðum.

IMG_1152

Seinna, þegar jólakakan var tilbúin og búið að borða hana þá voru þessi tvö fengin til verka. Það var eins og að draga þrjóskasta asna á jörðinni. Þeim var ekki skemmt. Það voru alveg gasalega þung skref að eldhúsborðinu og þau voru hreinlega ekki viss um að hendurnar á sér virkuðu rétt þegar þau fengu skammir í hattinn fyrir að gera alltof stórar bollur. Hver ætlaði að stytta sér leið?

IMG_1157

Systur og vinkonur. Fallegar og sennilega ekkert svo ólíkar.

Allt bara í gír hér hjá okkur. Ég tók til eins og vindurinn í dag en heimilið er samt í rúst. Hver er það sem gengur á eftir mér og rústar um leið og ég tek til? Þetta þarf ég að fá að vita. 

Á morgun ætla ég að gera eitthvað sem mér finnst vera skemmtilegt, ekki húsverk (finnst þau reyndar ekki leiðinleg) og ekki vinnu bara eitthvað sem er skemmtilegt. Sunnudagur til skemmtunar.