..þegar ég var um það bil 17, 18 ára, lifði ég á Salem Light, epla svala og Marabou súkkulaði stykki. Ég er að tala um að ég drakk fleiri en einn og fleiri en tvo svala á dag og raðaði í mig minnst einu súkkulaði stykki á dag og reykti heilan pakka á dag.  Ég át ekkert annað.

Til allrar hamingju er ég löngu hætt að reykja enda er það eitt það ósexíasta sem ég veit um. Ekkert kúl að sjá píu púa reyk og halda að hún sé eitthvað heit og getnaðarlega kósý, þegar hún lyktar og smakkast eins og öskubakki..eða úldinn fiskur, eftir hvar smakkað er á henni. OJ. Sama gildir um menn. Ekkert heitt við að anga eins og fúlt vatn í glasi sem er fullt af stubbum, sem jafnvel er búið að míga í líka.

Enn fyrr, eða þegar ég var innan við táningsaldur, gerði ég heimatilbúna karmellu í tonnatali og át það sjálf og ein. Þess á milli steikti ég eggjabrauð uppúr miklu smjörlíki.

Ennþá fyrr, eða þegar ég var í kringum 6 ára, held ég, fór ég í sjoppu og keypti nammi og át, á hverjum degi. Þá var ekki búið að finna upp hinn sívinsæla, en mér til ama, nammidag á laugardögum.

Kannski þetta munstur að éta óhóflega af nammi og óhollustu annarri sé bara ekkert nýtt af nálinni. Voðalega er maður fljótur að gleyma.