Ég prjónaði Raindrops peysuna eftir Tin Can Knits á yngstu dóttur mína og notaði garnið Tough Love Sock frá SweetGeorgia

Hér fyrir stuttu kláraði ég fyrsta prjónaða plaggið á yngsta barnið mitt. Hún er að detta í 18 mánaða aldurinn og þetta er það fyrsta sem ég prjóna á hana.. ég veit ekki hvort ég á að vera að gorta mig á því :/ … ég er bara svo heppin með mömmur að hún á helling af handgerðum flíkum svo það hefur eiginlega ekki verið þörf á því.

En ég prjónaði sem sagt peysu eftir skvísurnar á Tin Can Knits sem heitir Raindrops. Peysan er til bæði á börn og fullorðna. Af einhverjum ástæðum er barnastærðin til sölu á síðu Tin Can Knits og fullorðins stærðin til sölu á síðu SweetGeorgia. Uppskriftin er á ensku, en ég er í góðu sambandi við höfundana og ef þú hefur áhuga á að fá íslenska þýðingu á þessari peysu, þá eru góðar líkur á því að við getum látið það verða að veruleika.

Persónulega finnst mér peysan mega sæt, bæði á börn og fullorðna.

PRAKTÍSKAR UPPLÝSINGAR 

Uppskrift: Raindrops frá Tin Can Knits

Garn: Tough Love Sock frá SweetGeorgia, litur Orchid

Prjónar: 2.5mm og 3.5mm

Garnmagn: 1 hespa, 388metrar.

Ný tækni: Þetta var í fyrsta skipti sem ég prjóna peysu frá hálsmáli og niður.

Athugasemdir: Peysan er æði og garnið frábært, mjúkt og fallegur litur, flott hreyfing í honum, eiginlega er ég pínulítið að missa mig yfir hve flottur liturinn er! Hálsmálið er helst til vítt, hugsa ef ég ætti að prjóna hana aftur að ég myndi þrengja það örlítið.

Breytingar: Engar