Tek stundum kipp í elhúsinu. Líkist stundum spassakasti á alvarlegu stigi, amk miðað við útgang eldhússins ..já eða alls heimilisins eftir kastið. Nú, um daginn tók ég einmitt eitt kast og gerði laxa fiskibollur, alveg mígandi góðar, frá grunni (já..þú veist, bjó til fiskdeigið). Bakaði brauðbollur og sauð hrísgrjón. Kreisti safa sem saman stóð af hollum grænmetis og ávaxtategundum og síðast en ekki síst gerði ég eggja möffins. NEI, auðvitað er ég ekki búin að breytast í Mörthu Stewart..! ég þarf ekkert að breytast neitt í hana, ég hef þetta innbyggt eins og hver önnur manneskja með píku, þetta er bara ekkert alltaf uppi á yfirborðinu.

Allavegana, þá var ég iðin við laxinn í eldhúsinu þennan dag og þegar ég tók fram eggjahvítur í dollum sem fara áttu í eggja múffurnar varð mér slétt ekki um sel.  Þú gerir þér grein fyrir að það stendur á þessum pakka 9 æggehvider (eggjahvítur..þýðing fyrir þá sem eru lesblindir og meika ekki sens út úr þessu danska orði)… 9, ég tékkaði hvort þetta væri nokkuð á hvolfi og ætti að vera 6, en það lítur ekki út fyrir það.

pakkinn er sko svona undir.. það eru bara 6 dollur! en 9 hvítur.. hvaða.. #23″_Ö=$#Q$/&#$%..fjandi. Já.. danir vilja setja 1 og hálfa hvítu oní hverja dollu. Ég vill fá að vita bæði hver vinnur við að skipta hvítunum nákvæmlega í tvennt og hver vinnur við að setja límmiða á öll og þá meina ég ÖLL eplin í búðinni.