Oft er ég viss um að ég hafi vitað eitthvað sem myndi gerast. Eins og ég væri skyggn. Ég hafi fundið það á mér.

En núna, þegar mér er orðið ljóst að það er ég sem skapa allt það sem gerist í mínu lífi, þá er augljóst að ég vissi hvað myndi gerast.

Ekkert af því hefði átt að koma mér á óvart og ég er sannarlega ekki skyggn þó ég sé frekar næm. Það er eiginlega verra, ég væri ótrúlega sérstök og kúl ef ég væri skyggn.

Tilviljanir?.. ég veit það ekki. Ekki í samræmi við þá staðreynd að ég skapa allt í eigin lífi.

Hvernig allt sem kemur fyrir í mínu lífi, sem hefur líka með aðrar manneskjur, sem mér koma við, að gera… hvernig það  tvinnast svo saman við það sem aðrir eru að skapa og snerta mitt líf, er ég ekki búin að koma hugsun yfir ennþá.