Já, ég er ekki frá því að ég haldi bara að þetta blogg hér sé tilbúið í bili. Það er að vísu eitthvað aðeins að því ef maður vill skoða það með Internet Explorer.. veit ekki afhverju það er reyndar en vonandi eyðist vandamálið á sjálfu sér. Svo allir hingað að fá sér Firefox í staðinn.

Nú, mikið búið að gerast síðan ég bloggaði almennilegum pósti síðast. Það var jú rétt eftir afmælið mitt þann 17.júlí, svo vá, það er langt síðan að ég sagði sögur. Ekkert af því sem ég hræddist um að myndi gerast þegar ég næði hinum ógurlega aldri hefur gerst ennþá, hingað til hafa bara góðir hlutir gerst. Ég hef ekki fengið hrukku síðan 17.júlí og ekki heldur grátt hár. Ekki auka appelsínuhúð en hef fengið fullt af brúnku og dýfum í sjóinn á ströndinni. Hef fengið afleggjarana aftur heim, þeir voru meira er hressir.

Undarlega við afmælið var að ég fékk bara afmælisgjafir frá fólki sem á nafn sem byrjar á A. Ég var að spá hvort það væri því ég ætti A-fmæli.. En ég fékk áfengis flöskur tvær frá vinnuveitanda mínum sem heitir Arthur, endalausa úttekt í HM frá Aldísi Olgu og fallegt hálsmen og armband frá Aldísi og félögum. Næst, þá þegar ég verð *1 árs þá gefa mér allir sem byrja á B og ég mun koma til með að eiga B-mæli.

Hér fer allt að byrja aftur eftir sumarfrí. Fyrsti dagurinn í skólanum hjá Gumma er á morgun og hjá Sunnevu á föstudaginn. Ég byrja á 24.ágúst og svo byrjar tónskólinn 1.sept. Guðmundur mun þar leggja stund á sellóstrokur og Sunnefja mun þeyta blokkflautu sem væri hún lúður. Sjálf held ég áfram uppteknum hætti, selló og þverflautan góða.

Ég held ég verði bara að skipuleggja hverju ég segi frá næst þar sem það er jú frá miklu að segja eftir sumarið, ég hef bara ekki borið út fréttir af næstum neinu.. skömmaðessu.