Það styttist óðum í 500draðasta póstinn hér á fréttamiðlun minni. Það er vel af sér vikið á 4 árum. Hehe.

Eyddi ég helginni í að vera reiður Íslendingur á Íslandi niðrá torgi að henda eggjum, eða sem reiður Íslendingur í útlöndum að hneykslast á eggjakastinu heima? Nei. Eyddi ég tíma og lyklaborðinu mínu í að raupa á Facebook um að ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur bara af því að 0.001 prósent af þjóðinni fannst það þess virði að henda eggjum á torginu? Nei. Vissi ég af því að það var verið að setja Alþingi um helgina? Var ég upptekin af því að fylgjast með því handan við skjáinn, vernduð á mínu eigins heimili? Nei. Skiptir það mig máli….uuu NEI.

Ég var í staðinn að æfa mig í að gera veröldina, bæði mína eigin og Alheiminn að betri stað til að vera í. Ég var í yoga alla helgina að anda að mér love and happieness í þeim tilgangi einum að óska þess að allar verur allstaðar, geti verið hamingjusamar og frjálsar. Ég var þar ekki til að fá eitt eða annað líkamsútlit, það er löngu hætt að skipta mig máli (enda lít ég fáránlega vel út) og ég var ekki þar til að geta teygt mig og beygt svoleiðis að á endanum gæti ég klórað mér í æðri endanum með nefinu. Og nei, ég var heldur ekki upptekin af því allan tíman að prumpa ekki. Hehe, það er samt fyndið þegar það gerist. Shit happens.

Að mínu mati, þegar á heildarmyndina er litið, þá skiptir ekkert af þessu máli. Ekkert af neinu lagast nema maður breyti hjá sjálfum sér.  Eggjakast og síðan hneykslun á eggjakasti segir ekkert.  Ekki frekar en fýla á Facebook yfir nýju útliti og svo kvart hinna sem ekki fóru í fýlu yfir nýja útlitinu yfir því að fólk hafi kvartað yfir útlitinu.. þú veist, það er ekki einu sinni hægt að skilja þessa setningu þetta er allt svo fáránlegt atriði. Eggjakast og hneykslan á eggjakasti segir ekkert og lagar ekkert, gerir ekkert. Kannski hefði verið meira kúl ef almenningur hefði líka farið í kirkjuna í messu og lögreglumennirnir hefðu fengið að ráða hvort þær stæðu vörð um grjótklumpinn sem Alþingishúsið er eða stæði vörð um fólkið sem þarna stóð. Ég veit ekki.

Hefði fólk hinsvegar sameinast og bara hlunkast á rassgatið og mediterað á þetta þá hefði kannski eitthvað gerst.

Hefur enginn heyrt um að sameinuðum stöndum vér og sundruð föllum vér?  Vissuði ekki að við erum öll eitt. Þér finnst það máske ekki við fyrstu sýn, en prufaðu að týna allt sem einkennir manneskjuna (kyn, hæð, þyngd, skapgerð, starf, stöðu, hvað hún veit og ekki veit.. )  og hvað er eftir? Bara ekkert nema Oneness! Bara ein orka. Þannig er Jóhanna forsætisráðherra ég og Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Gnarr þú.

Ég get með engu móti, sama hvar ég bý, skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Ekki að það sé eitthvað frábærara en önnur þjóðerni og skilgreinir mig svosem ekki þannig, svona í samhengi við allt og ekkert. Ég er  það sem ég er og akkúrat núna er eitt af því Íslendingur. Og ég neita alfarið að skammast mín fyrir eitthvað sem aðrir Íslendingar gera eða ekki gera.

Ég var í yoga alla helgina að anda að mér love and happieness í þeim tilgangi einum að óska þess að allar verur allstaðar, geti verið hamingjusamar og frjálsar. Komdu með! Það er löngu orðið ókúl að vera ómeðvitaður og halda að maður endi þar sem skinnið endar. Við náum svo miklu lengra en það, jafnvel allaleið inní hjartað á öðru fólki.

Haha, langaði að vera mega kúl og enda þennan póst með einhverju ótrúlega gáfulegu máltæki en dettur ekkert í hug.

Hér eitt sem ég er hrifin af hinsvegar : To day is a Gift, that’s why they call it the Present.