Seint um kvöld sit ég hér og hugsa. Reyndar er ég búin að hugsa örugglega síðan ég var núll ára. Mikið lifandis ósköp næ ég að hugsa mikið. Það eru allskonar hugsanir en í dag mest um það hvernig líf mitt á að vera. Reyndar ef ég pæli í öðru fólki sem hefur svona köllun, er t.d hárgreiðslukona eða pípari eða söngvari eða eitthvað alveg síðan það fæddist og ekkert annað kemur eiginlega til greina og það er súper gott og ástríðufullt yfir því hvað það gerir.. já þá er örugglega að hugsa það fyrir mér. Ég ætti semsagt í rauninni að fá starf við að hugsa.

Ekki veit ég afhverju danska ríkið hefur ekki fundið upp stöðu einhverstaðar inn á milli þar sem fólk situr og hugsar. Seriously, þá hugsa ég það mikið að ég ræð varla við að elda matinn án þess að brenna hann. Þar er þá líka væntanlega komin skíring á því hversu ógóð ég er í eldhúsinu.

ALLA VEGA þá var ég að hugsa um hvernig lífið er og ræða það við eiginkonum mína meðan við sóluðum okkur á brókinni einni fata á svölunum.. haha, nei, auðvitað vorum við ekki bara á brókinni..við vorum alsberar.

En þá datt uppúr henni að þegar öllu er á botninn hvolft og maður lítur á heildar myndina þá vill maður bara að manni líði vel. Ef það þýðir að maður vilji leika sér í Photoshop heilan dag, standa fyrir Grean Peace söfnun, eiga hús og fellihýsi,  hlusta á klassíska svo hátt að hátalarnir springa, hafa margar doktorsgráður, klífa metorðastigann eða hvað má týna til þá bara so be it.

Mín reynsla (já, þá er það komið á hreint, ég er það eldri en áður að ég get talað um að vera með reynslu..) segir mér hinsvegar að, fyrir mig og mína parta (því ég vill ekki troða neinu uppá neinn), að sé maður hreinn í hjarta  og haldi sínum Sannleika á lofti þá þurfi maður ekki að ljúga sig betri en maður er, dissa vini og vandamenn fyrir að komast á efri tröppurnar í metorðastiganum eða hneykslast á gerðum annarra..já og margt fleira í þeim dúr..þú fattar.

Hvað er að mér samt, afhverju er ég með stanslausa munnræpu um svona vænmna hluti..dísessss.