..af Kaupmannahöfn.

dsc_00181

Þar sem ég var ekki með barnapassara á hinum eðlilega tíma sem mér finnst þægilegast að fara í vinnuna þurfti ég að fara eftir að Bóndi kom heim áðan, það var um 21:30 að ég lagði af stað. Þá var tunglið þarna.

dsc_0021

Og þessi mynd er tekin bara 5 mínútum síðar við skóginn..er ekkert merkilegur litamunurinn ??

dsc_0030

Og komin á Íslandsbryggu..enn önnur litasamsetning þar. Það var margt fólk á bryggjunni að hugga sig.

dsc_00311

Á göngu brúnni yfir kanalinn við Íslandsbryggju. Ég er mjög hrifin af þessu svæði..eða reyndar er ég hrifin af eiginlega öllum svæðum í Kaupmannahöfn. OG svo endaði í náttúrulega í vinnunni..vinnunni þar sem þeir vinna alllllan sólarhinginn takk fyrir bless. Ég er alltaf að vona að þeir séu ekki þarna svo ég geti sungið almennilega með tónlistinni..hehe.

dsc_0034

Það er hjólastígur og hlaupastígur fyrir ofan húsin sem ég skúra. Það er pissfyndið hvað það er mikið af kófsveittum hlaupagörpum þarna með andateppu. Það var enginn að hlaupa núna í kvöld enda ég á ferðinni til baka um hálf eitt. Hlaupa/hjólastígurinn er á milli húsanna og vatnsins.

dsc_0036

Þessu vatni, eretta ekki bjútífúl. Vildi að myndin sjálf væri alveg í fókus. Ef þið viljið svoleiðis þá þurfiði að gefa mér þrífót. Ég hélt niðri í mér andanum og allt til að reyna að fá myndirnar sem skýrastar.

dsc_0038

Og ég hjólaði “Löngubrúarleiðina” til baka, s.s ekki yfir Íslandsbryggju og skóginn heldur hina leiðina. Ég var náttúrulega frekar svöl á leiðinni sko. Með hárið í lamba gírnum og sveiflandi myndavél hingað og þangað á rauðum ljósum.

dsc_0040

Á leiðinni, verst ég er ekki með götuheitið en H.C Andersen boulevard er þarna rétt hjá ef það segir einhverjum eitthvað.

dsc_0052

Og þetta er ábyggilega minnsta gallerí á jörðinni og sætasta hús í heimi. Það er á Amagerbrogade.

dsc_0054

Þetta er líka á Amagerbrogade… en er ekkert sérlega spes. Þarna rétt áður en ég smellti af ultu út blindfullt par með öl í báðum Mjög ósmekklegt ef ég má segja það..Amager Kaffi..best að fara ekki þangað..hehe

dsc_0057

Og þetta hefði náttúrulega ekki getað verið meira svöl ferð til og frá vinnu, því ég var jú með klósettpappír í körfunni. Maaaan… hvernig væri að reyna að vera svolítið alvöru svalur.

K