Jebb, þú heyrðir rétt! Ekki bara var ég úti eftir kvöldmat á laugarrdagskvöldi (fór í búðina að kaupa ís hehe) heldur var ég úti klukkan 7:30 í morgun á leiðinni í yoga.

Hvort tveggja hefur ekki gerst mjög lengi.

Ég fer og æfi í Astanga skólanum hér í Köben. Hann liggur á Vesterbrogade. Hingað til hef ég ekki heyrt neinn vitna í hinn margrómaða og virta Guruji frá Indlandi, andlit þeirrar yogatýpu sem Ashtanga yoga er, og segja „practice, practice, practice, and all is coming“. Sem betur fer!!

Ég er alveg að fara að hata þessa setningu og mér finnst ekki að ég þegar ég er í yogakennarafötunum eða aðrir sem eru yogakennarar eigi að segja þetta. Og hvað? Er maður betri í yoga og betri yogakennari ef maður slær þessari setningu um sig? Ég hef fólk grunað (engan sem ég þekki samt persónulega) um að segja þetta bara þegar það hefur ekki svar til nemandans. Eða til að sýna og sanna að það hafi farið og kysst tærnar á yogamanni í Indlandi.

Ekki misskilja. Mér finnst ekkert að því að aðrir kasti sér að fótum einhvers yogakennara. Ég er hinsvegar ekkert fyrir það. Ekki það að ég sé ekki þakklát þeim kennurum sem ég hef lært hjá og kennurunum á undan þeim og kennurunum á undan þeim (vande gurunam …).

Mér finnst bara jafn skrítið að tilbiðja prestinn í kirkjunni og að tilbiðja yogagúrúinn í yogasalnum. Mér finnst bara eðilegra að tilbiðja æðri mátt, alheiminn og eins hærra sjálf.

Maður skyldi ætla að ég sé svaka svífandi og góð á því eftir æfingu.. það er ég greinilega ekki, ég er greinilega bara frekar pirruð. Kannski eru  það verkefni dagsins sem bíða, sem pirra mig. Hver veit. FUSS.