Ólord! Það ER erfiðara en ég hélt að borða ekki nammi, kex eða kökur! Á mánudaginn, sbr. síðasta póst, hef ég verið svo uppveðruð af verkefni mínu að ég hef ekki tekið eftir að það vantaði stóran part af mínu lífi inní það.

JÆKS!

Þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur liðu og ég borðaði nammi OG kex á þeim öllum. Leyfi mér að halda að framförin sé samt sú að ég borðaði bara pínulítið nammi, ég er að tala um kannski tvo bita af suðusúkkulaði í stað heillrar plötu. Og bara lítið kex, ekki heilan pakka.

Hvað varðar mánaðarlönguáskorunina um að gera 10 sólarhyllingar á dag þá hef ég það að segja að ég er bara búin að gera þær tvisvar …vúbbs. Já, tók þarna mánudaginn með trompi og svo fyrst aftur í gær.

Við ætluðum að gera þetta saman við Eiginmaður en kemur svo í ljós að það er skuggalega erfitt að finna þessar 15 mínútur sem það tekur að gera þessar hyllingar þar sem hvorugt okkar þarf að halda á smábarni eða sinna hinum á einhvern máta, já eða elda mat eða gera allt sem þarf að gera. Ég ákvað því að skilja minn heitt elskaða eftir og stökk á tækifærið í gær og gerði þær þegar ungfrú Bjútíbína sofnaði um eftirmiðdaginn.

Tvö prik fyrir mig, bara eitt fyrir hann, múhahahaha.