Bara til að gera yður lesandi góður grein fyrir hvað hamsturinn heima hjá mér er fáránlega lítill, þá er þetta derhúfa, þetta köflótta á myndinni. Ég fór að spá hvað hann er smágerður eftir að blessuð kanínan kom á heimilið.

Hann er bara rétt jafn stór og svona gsm sími. Ég reyndi án þess að það hafi tekist að fá hann til að vera kjurran, með fortölum og ætlaði síðan að láta Bóndann halda honum, en kvikindið heitir kvikindi af gefinni ástæðu, því hann er alveg meirihátta kvikur og smaug úr fingrum oss en ég rétt nappaði hann á leiðinni út úr myndinni en ég ætlaði að láta hann standa oná símanum.

Kanínan, eða kanÍn(snöggt stopp á endanum) á dönsku. Hann er líka kvikur, sjitt hvað kanínur geta hreift sig hratt. Ég tók vídjó af honum en er ekki ennþá búin að læra að minnka vidjó svo þau komist inní bloggið mitt.. þá mun ég sko drita hér niður myndskeiðum eins og ég eigi lífið að leysa.

Krissi kanína er uppáhalds dýrið þessa daga, enda er hann líka nýr á heimlinu. Fuglinn er grænn úr öfund og Bóndinn er alltí einu svo mikill áhugamaður um blessuð dýrin að hann tekur kanínuskinnið inn á hverju kvöldi og vill leyfa honum að leika sér. Kanínan er ekkert eins og köttur. Henni er skít sama þó maður sé að gera eitthvað sem skrjáfar í og hamsturinn leit ekki út fyrir að vera gómsætur í hennar augum.. hún þefaði eitthvað smá af honum en hélt svo áfram að vera í sínum heimi, þar sem það þykir kúl að hoppa í hálfhringi í loftinu og taka á sprettinn á teppinu.

Jáhh.. hún er sjálfbundin blessuð Sprengjan. Já ég held hún sé að vaxa uppúr nafninu Hitt Fíbblið, hún hefur bæði stækkað jafn fáránlega mikið og hamsturinn er lítill og því virðast fylgja allskonar uppátæki og skapsprengjur, þessvegna Sprengjan.

Ég sagði nú frá því að hún hefði klippt á sig topp sjálf og eftir það hefur amk einn bangsi fengið snyrtingu (þið athugið að hún verður 8ára eftir mánuð, ekki 3) og sokkarnir af amk 2 sokkabuxum hafa fengið að rjúka. Hún kemur alltaf útkrotuð heim og nú síðast í morgun sá ég að hún hafði ekki bara sofið með allar barnabækurnar þarna.. Bláa kannan og Græni hatturinn og það allt, held þær séu um 30 sem við eigum, heldur líka alla tússlitina sína. Þessvegna er lakið ekki lengur hvítt heldur fagur bleikt, blátt og grænt… og hún líka. Og ekki má gleyma því (ennþá að hafa í huga að hún er að verða 8 en ekki 3) að þegar ég ætlaði í sturtu í fyrradag þá var búið að tæma alla sjampó og sápubrúsana, hún viðurkennir ekkert en ég veit uppá hana sökina.

Og við strögglum í heimanáminu. Það er núna eða ekki og ég hef valið núna og hef sett upp kennara hattinn. Reyndar sé ég að ég er dúndur góður kennari ásamt því að vera góð í öllu hinu sem ég tek mér fyrir hendur. Við lærum aðallega stærðfræðidæmi.. já, stærðfræði (því það er mín sterkahlið..**HÓST**) og ég hjálpa henni með það á dönsku. Í dag vorum við að telja krónur og aura og leggja þetta saman á allan mögulegan máta. Ég segi nú bara úff og sjitt.

Frumburðurinn er svo ótrúlegur. Held að hans lund sé mögulega að lenda á einhverjum ógrýttum vegi. Þannig er að hann dettur stundum oní að vera alveg ótrúlega óviljugur til að gera hluti. Og spyr ENDALAUST afhverju eitt eða annað svar er gefið, svo ég hef þurft að grípa til þess ráðs að segja um leið og ég segi nei, að þetta sé mitt lokasvar og það sé bannað að suða.

En í dag var annað hljóð í skrokknum. Hann bað um að fá 4 vini sína með heim á föstudaginn… HA.. 4!?! Og eg sagði já. Hólímaðrólí. Held samt að það verði alltí lagi og skilyrðið var að hann kæmi beint heim eftir skóla á morgun og myndi laga til í herberginu sínu og gera heimalærdóminn. Hann var svo ánægður með þetta að hann, óbeðinn, fór með litla dýrið uppí rúm og las fyrir hann bók og söng hann í svefn. Það var alveg mega sætt :)

Það var s.s á meðan hann söng bróður sinn í svefn að Fröken Sprengja  batt sig saman..

Og að dekurbarninu sem hefur svo sannarlega alls ekki gott af því að vera meira dekraður. Það er alveg spurning að henda í eitt stykki enn til að fá hann til að hætta að vera svona mikið dekur barn.

Hann er hinsvegar á svo rosalega skemmtilegum aldri, það vella alveg uppúr honum gullkornin. Hér koma einhver:

Hann var háttaður og ætlaði að snýka epli. Var í fanginu á pabba sínum og rauk síðan yfir til mín og spurði á leiðinni hvort hann mætti fá epli. Bóndinn spurði “hva.. á ekkert að spyrja mig??” ..Örverpið svaraði um hæl og var fúlasta alvara ” segir þú já?”.. það varð eiginlega dauðaþögn í stofunni.

Æi, ég man ekki fleiri.