Ég veit ekki hvernig eða hvenær það gerðist en einhversstaðar á leiðini tapaði ég sjónum á því að það er reyndar ég sem á valið.

Ég má velja hvernig ég ætla mér að sjá og bregðast við hverju einu og einast atriði minnar tilveru.

Eitt af því sem fer mikið í taugarnar á mér er hegðun fólks sem lýsir sér í því að það einhvernveginn lullar bara áfram án þess að ákveða neitt og án þess að vera (andlega) vakandi. Láta bara atburði lífsins “yfir sig ganga”. Eru hvorki fugl né fiskur. Stara útí tómið. Velja að velja ekkert. Eru bara þarna meðan allt, gott og vont, gussast framhjá að því er virðist án þess að hafa nokkur áhrif, góð eða slæm.

Viðbrögðin ósjálfráð og afleiðingarnar öðrum að kenna.

Eins og ég segi, ég veit ekki hvenær það gerðist né hvernig, en ég er pottþétt þessi týpa núna.. eða amk að mörgu leiti. Ég kann alls ekki vel við það. Eiginlega er hálf óþægilegt að hafa til í eigin skinni eftir að augu mín opnuðust fyrir þessari staðreynd. Eiginlega lít ég niður á sjálfa mig fyrir að vera orðin svona.

Minn eigin vilji hefur losað um axlaböndin og er tótallí stjórnlaus. Ég heimta sjálfa mig til baka og hananú!

arna-hoppar-til-pabba-sins

Hugrökk og treystir 100% að hún verði gripin. Spurning um að æfa traustið á almættið með sama hætti.