Kæra bloggdagbók.

Hvað jákvætt get ég haft í frammi núna þegar ég er algjörlega að springa á limminu og er brjáluð í skapinu?

Það hækkar allt, allstaðar. Er ég, án þess að ég viti, að secreta til mín að borga fleiri gjöld? Ég held svei mér þá og andskotinn að ég hafi ekki upplifað einn einasta skíta mánuð hér eftir að við komum heim á Ísland fyrir 2 árum síðan, sem ekki fól í sér hækkun einhverra gjalda.

Sem þyrnir í augum mínu, og hjarta, eru fjárans æfingargjöld og peningur sem þarf að reiða af hendi varðandi þátttöku barna í íþróttum. Drepið mig ekki!

Greiði æfingagjöld að sjálfsögðu, sem er eðlilegt. En svo þarf að safna fé til handa flokksins svo þeir geti nú keppt og gert eitthvað, þar fyrir utan þarf að greiða þátttökugjald fyrir hvert einasta mót og þá var verið að hækka rútuferðirnar og það er SKYLDA að fara með rútunni. Þá þarf að safna fyrir fyrirætlaðri utanlandsferð næsta sumar, sem kemur flokknum ekkert við, heldur bara parti af honum. Svo þarf að kaupa núna föt, liðsgallann og takkaskó. Það er auðveldlega dæmi uppá 30 til 40 þúsund.. sko bara fatnaðurinn.  Mig langar að kaupa allt og borga allt og svíður í hjartað þegar ég verð að segja nei eða að þau verði að nota sína eigin peninga (sem þau vilja náttúrulega nota til að kaupa hello kitty dót og trampólín) til að greiða eitthvað af þessu.

Djöfulsins firra er það að nota sem forvörn á ungar stelpur, til þess að þær verði ekki óléttar af gáleysi, að segja að ungabörn kosti svona mikið. Það þurfi að kaupa vagn og bleiur.

LORD!

En þú veist.. æðislegur dagur.