Vissir þú að það er hægt að kaupa dömubindi með lykt? Finnst annars alltaf svolítið erfitt að eiga við þetta orð.. dömubindi. Finnst bindi allataf eiga við eitthvað utanum háls.. kannski er þetta tilkomið af því að bindin sitja við legháls, hver veit.

En að dömubindum með lykt! OJ! Ég hef ekki notað dömubindi í 13 ár (ég læt þetta bara gossa beint í buxurnar.. Nei DJÓK), nema bara eftir að ég hef átt barn. Þurfti s.s að kaupa þennan óþægilega ófögnuð um daginn og fékk tilfelli í hillunni, byrjaði bara að svitna og svima, varð öll hvít í framan og skipti svo snögglega í að vera eldrauð og sjóðandi heitt. Þvílíkt úrval af dömubindum.

Það er hægt að fá þau í svo mörgum gerðum og stærðum að það er ekki fræðilegur að gera sér upp skoðun um hvað mun virka best fyrir manns heilagasta svæði. Ætla ég að vera í venjulegri brók, g-streng, boxer, hipster eða hvað eiginlega? Blæðir mér í samræmi við 3, 4 eða 5 dropa á pakkningunni? Þarf ég næturbindi? Þarf ég þunnt eða þykkt? Þarf ég með lykt eða ekki? Á ég milljón til að eyða í bindi eða ekki?

Ég keypti eitthvað sem ég hélt að væri svona miðlungs venjulegt dömubindi, ekki með neinni lykt og kostaði ekki hálfan handlegg. Þá keypti ég líka aðra tegund sem er ekki eins bleiukennd og þykk.

Í fyrstalagi er ferlega óþægilegt að vera með eitthvað í klofinu annað en bara klofið og kannski einhverja venjulega brók. Já, ég er löngu hætt að nenna að stimpla vinkonuna með blúndum eða ganga í g-streng.. fæ bara nuddsár í esið. Má ég þá frekar biðja um þægilegar ömmubrækur.

Mér tókst ekki betur til en svo að lenda í því að fjárans bindin límdust við mig sjálfa eða þá sátu svo pikkföst í brókinni að ég varð að klippa þær utan af mér með vírklippum og henda. Þá kom í ljós að þetta er meira og minna húðað með einhverju andskotans plasti! Hvaða djöfull!?! Og SVO kom í ljós að önnur tegundin sem ég keypti ER með lykt! For odourless experience..

Gerðu nú þetta hallæri á kvenmanninum einusinni í mánuði ekki verra með því að tala um fýluna (er að tala um lyktina en ekki skapferlið) sem fylgir því að vera á túr. Hún kemur náttúrulega ekki úr neinu nema ofnotuðu dömubindi. Má ég þá frekar biðja um að fólk þvoi sér bara og svona.

Nú neyddist ég til að kaupa mér þriðju tegundina til að losna við límafganga, kláða, blómsturlykt úr klofinu og annan ófögnuð, og endaði þar sem ég byrjaði, í Natracare, sem er bara úr bómull og náttúruvænt og svona. Engin lykt af því eða annað óskemmtilegt eins og farking plast.