Ha.. hver gerir svona?

Já ég er sko fanatísk á reykingar. Finnst þær hinn mesti ósiður og bara hreinn viðbjóður.

Vissir þú t.d að það eru um 4000 efni í sígarettu? Ertu að spá?.. 4000.

Það vita þetta allir í dag, þá að reykingar eru óhollar. En vissirðu að það er ekki bara lungnakrabbamein sem reykingafólk á á hættu að fá heldur líka munn, háls, vélinda, maga og nýrnakrabbamein. Það eru nú aldeilis mörg líffæri sem hægt er að rústa með þessu.

Fyrir utan þetta þá ferðast óbjóðurinn s.s 4000 utanað komandi efni um í blóðrásinni þinni. Þetta er ekki reykur sem þú andar að þér og svo þegar þú andar frá er hann farinn úr kroppnum, síður en svo. Maður vill vera svo einrænn eitthvað og hugsar bara um lungun í þessu samhengi.

Eitur að nafni kolmónoxíð er frekja sem er í tóbaksreyk. Frekjan er svo yfirgengileg að það nær að bindast blóðkornunum frekar en súrefni. Þannig að þegar þú reykir þá ertu að hlaða blóðið með eitri þannig að þú færð ekki eins mikið súrefni og þú þarft.

Afleiðingar súrefnisskorts hafa í för með sér að blóðið hefur ekki nógu mikinn kraft til þess að ferðast til allra parta líkamans, líffæra hans.. þú veist, þessi sem þú ert að nota til að vera lifandi, elska og vera elskuð/aður, sjá um börnin þín og hundinn. Frumurnar þínar, sem eru í raun og veru líffæri þín halda, nú úr því að það er eitur á staðnum, að það sé voða ástand og byrja að eyðast. EYÐAST. Margar af þeim geta ekki endurnýjast. Svo um varanlegan skaða er að ræða.

Bara bera fyrir sjálfum sér virðingu og vera ekki að þessu. Sjálfum sér og hinum sem okkur þykir væntum og bara sem almennur náungakærleikur, þar sem óbeinar reykingar eru jafn skaðsamar og fyrir þann sem heldur á rettunni.

Blablabla, segirðu?? Það er nú bara þannig, sannað í bak og fyrir, að hlutirnir geta komið fyrir okkur líka. Það er ekki alltaf bara einhver annar!

Myndina hér efst fékk ég lánaða af vísindavefnum en þar kemur t.d þetta fram:

“Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur: tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar (til dæmis skordýraeitursleifar), efni notuð við vinnslu plöntunnar (til dæmis klórsambönd) og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns (til dæmis ammóníak). Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna, þar á meðal tugir krabbameinsvalda.”

Skordýraeitursleifar, klórsambönd, ammóníak (þurfti ekki að rýma Skútuvoginn vegna ammóníaksleka um daginn..eitur sögðu þeir).

OJ.