DSC_0093

Það mætti kannski halda það. Ekki veit ég afhverju þetta kemur mér alltaf svona á óvart hvernig eldhúsið getur litið út eftir mig. Og þá er ég búin að setja alveg nokkrar myndir af svona heimilisástandi inn. Það er gert með vilja því ég vill bara sýna ykkur að auðvitað er þetta svona hjá mér líka, þó ég sé fullkomin. Reyndar smitaðist þetta um alla íbúð og hef ég vænt verk fyrir höndum núna.

Ég er samt dottin í eldamennsku. Sumir fara í hestamennsku, spila golf eða í kraftgöngu með skíðastafi, ég fór í eldhúsið að því er virðist. Hingað til hef ég verið með eindæmum slæmur kokkur, enda með svæsna minnimáttar kennd yfir því að téður (já mér finnst gaman að nota orðið téður..téði, tétt..) yfirmaður Sambýlisins hinum megin við garðinn var talinn betri með eldhúsáhöldin en ég.

Þar sem ég er einvaldur í ríki mínu þessa stundina þá hef ég hafið allskyns tilraunastarfssemi. Ég hef fengið skyndilegan áhuga á því að hætta að lifa á kexi og lofti.. og loftkexi með súkkulaði. Reyndar fékk ég áhugann fyrir löngu síðan en ekki styrkinn fyrr en nú.

Þannig að í fyrradag bjó ég til kjúklingamuffins….hver hefði haldið að það væri gott? Erfingjum tilvonandi eldhúsbóka minna fannst maturinn ekki góður og íhuga ég þessvegna að arfleiða þær bækur eitthvað annað. Eða Prinsinn borðaði hálfa muffins og neitaði að fá eina í nest, eins tilvalið og það er nú, og Hitt Fíbblið sagði strax (eða gargaði hún það..) OJ og Örverpið fylgdi bara því sem sagt var síðast, sem var til allrar óhamingju það sem hún sagði.

Númm…ekki er þessi matar saga búin , því næsta dag og reyndar flesta morgna þá borða ég hinn frábæra sexy morgen smoothie. Og svo gerði ég graskerssúpu alveg frá skrats og líka fékk ég mér brokkólí sjeik. Sá sjeik er rosalegur því í hann má setja spirulina sem ég held að hljóti að vera bara annað nafn yfir amfetamín þar sem ég dúndraðist alveg í vinnunni og var vakandi langt framá nótt. Gotterí.

Í morgun eldaði ég svo morgungraut sem samanstendur af quinoa, heilu byggi og stórum höfrum… og einhverju kryddi. Ekki slæmur grautur sko.

Þér kann að þykja ótrúlega ómerkilegt að ég  hafi verið að elda einhvern mat, en síðustu árin hef ég bara ekkert staðið í eldhúsinu nema rétt til að grilla mér margumræddar (téðar) og marghataðar samlokur með osti og kakómjólk með.

Með jólin. Ég er búin að ákveða allar jólagjafir, read it and weap. Ég er komin vel á veg með óskalistann minn og hann mun ég birta að sjálfsögðu hér á síðu minni. Ég ætlast til þess að ég fái fleiri jólagjafir en afmælisgjafir, jólagjafalistinn mun að öllum líkindum samanstanda af eldhúsgræjum sem ég þarf núna nauðððððsynlega að eignast. Einhverju eins og hjarta sílíkon möffins formum eins og ég keypti mér núna áðan… eggjamúffur skulu þar í.