Jú, ég var að uppgötva það bara núna rétt í þessu að Gvendi er búinn að vera að rembast við að læra að lesa í allan vetur. Hann kann alla stafina og er ekkert að fela það og leiðréttir hiklaust okkur hin sem ég held að hans mati séum eitthvað af annari sort.
Það sem ég uppgötvaði er að hann er alltaf að lesa á dönsku, íslenskan texta… ég hugsa að ég neyðist til að kaupa handa honum danskar bækur til að æfa sig að lesa er það ekki, það er bara rugl að reyna að lesa á dönsku íslensku…

Annað og verra….miiiikið verra…
Við vorum rænd. Og það í dagsljósi, og það var meira að segja bara hádegi þegar dagsljósið var. Einhverjir rugludallar hafa tekið stóra hjólið okkar ófrjálsri hendi, bara kippt því með sér eitthvert annað. Hvað gerum við nú til að ferja börnin þangað sem þau þurfa að komast, eða til að kaupa eitthvað mikið í búðinni?
Súr er ég yfir þessu.