Sá sem hér kallast Frumburður hefur ótrúlega gaman að fótbolta. Nú er hann 7 ára og hefur ekki nennu blessaður til að fara út og velur af tvennu illu að hlusta á mig öskra hvað eftir annað að boltaleikir séu bannaðir hér inni í íbúðinni, honum sé velkomið að koma sér út fyrir og spila þar.

Ég er alveg ágætlega sátt við að þurfa ekki að kalla drengina prins eða stelpuskjátuna prinsessu, það er svo margt fáránlegt sem fer í taugarnar á frú Bústýru. Annað fáránlegt er að Bóndinn situr í þessum töluðu orðum á toilettinu með læst, það þýðir bara einn verknað ef þið skiljið hvert ég er að fara… og syngur.Stelpurófan er með tvær lausar tennur, eina niðri og síðan þessa sem lést um árið..hehe, þ.e önnur framtönnin í henni uppi lét lífið eftir að hún datt einhverntíma, að ég held í leikskólanum, þá hefur hún bara verið 2 eða 3 ára.

Og flottasta Örverpið í minni veröld hjólar eins og það eigi lífið að leysa. Reyndar höfum við ekki komið með hjólið upp aftur, eftir að við fórum með hann út á því.. hjólið fékk bókstaflega engan frið frá þeirri er kennd er við að vera í miðjunni.

Já, margt hefur jú komið uppá ef svo má að orði komast svo ég hef bara ekki komist í gang með hvorki eitt né neitt almennilega. Þó fór ég nú í próf á mánudaginn og gekk þokkalega. Annað skal græjast sem fyrst, í fríinu ætlaði ég ekki að eyða í að horfa á Facebook og refresh-a þar á 5 mínútna fresti. Og hananú.