Ó nei! Kona með áhyggjur af börnum þjóðanna hefur áhyggjur af velferð þeirra og skrifar grein á Vísi.

Dæs. Það er alltaf eitthvað. Sá ekki þennan bardaga, hef engan áhuga á svona “slagsmálum”. Sá hinsvegar þáttinn Ísþjóðin (eða hvað hét) þar sem hann var í viðtali, þar fannst mér hann koma fram sem ótrúlega heilsteypt manneskja, meira en hægt er að segja um marga aðra sem rata í fjölmiðla. Svo heilsteyptur í hugsun og hegðun að ég husagði alveg bara.. VÁ, ég vildi að ég væri svona.

Einhver staðar í greininni segir að börn eigi rétt á að hafa þetta ekki fyrir framan augun á sér. Eigum við að íhuga aðeins hvað það er mikið af ógeði þarna úti sem börn eiga rétt á að hafa ekki fyrir augunum á sér?

Fréttatíminn er það fyrsta sem mér dettur í hug. Hann er ekki bannaður eins og sagt er í greininni að þessi bardagi og gott ef ekki Gunnar sjálfur, eigi að vera. Þá detta mér í hug tískutímarit þar sem konulíkaminn er svo afskræmdur (það er afskræming að sjoppa eitthvað frá því hvernig það lítur í alvörunni út) að ungar stúlkur þjást af lélegri kroppsmynd þangað til þær eru 55 ára. Fá jafnvel anorexíu og allskyns andleg vandamál önnur. Ekki eru þessi tímarit bönnuð.

Nú, stoppum endilega ekki við. Hvað um alla tónlistarmennina sem búa til þessa líka flottu músík en koma fram á tónleikum á píkunni (Miley Cyrus ég er t.d að tala við þig) eða komast í fjölmiðla fyrir grófa misnotkun á allskonar ólyfjan. Ekki er þetta bannað ungum og óhörðnuðum, sem gætu alveg eins tekið sér þetta til fyrirmyndar. Allskonar ólyfjan getur vel verið og hefur verið, fyrir marga, fyrsti naglinn í líkkistuna.

Noooo, mín bara á rúlli! HVAÐ um fatlaða íþróttamanninn sem hleypur um á gervifótum og allir elskuðu og dáðu því hann var svo duglegur að hlaupa með ófötluðu fólki, kemur aldeilis í ljós að hann er bara morðingi. Ekki er hann bannaður.

Þá get ég líka nefnt alla tölvuleikina sem eru bannaðir, en “allir” undir aldri spila samt og finnst ekkert tiltöku mál.

Svo get ég talað um alla spilltu stjórnamálamennina sem segja eitt en meina annað, ef þeir sögðu það þá yfir höfuð þá meintu þeir það ekki þannig og ekki í neinum skilningi heldur.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá held ég að Barnaheill ætti að snúa sér að einhverju öðru en að fá sjokk yfir því að maður í bardagaíþrótt hafi barið (þú veist.. bar-daga íþrótt) andstæðinginn og það kom blóð og bara leyft foreldrum heimsins að sjá til þess að börn sem ekki hafa þroska til, séu ekki akkúrat fyrir framan sjónvarpið þessar örfáu mínútur sem hættuleg fyrirmynd stundar íþrótt.

Hitt er annað mál, að það má svosem alveg banna svona bardagaíþróttasýningar innan einhvers ákveðins aldurs. En þá vil ég líka að allar auglýsingar sem ljúga að fólki og börnum að matvara sé holl en svo er hún heilsuspillandi verði líka bannaðar.