Og þegar konan var búin að vera allan liðlangan laugardaginn við þvotta, afþurrkun, ryksug og skúr og var ánægð með að nú væri þessi bévítans þrifadagur brátt á enda hlakkaði hún mikið til að hafa það náðugt um kvöldið. Jafnvel, hugsaði hún með sér, að í kvöld gæti verið kvöldið sem hún og Eiginmaðurinn myndu væta í skeiðvellinum eftir mikla þurrkatíð. Þá, konunni til mikils hugarangurs, tók hún eftir að inni í herbergi afsprengjanna og tæknilega séð í öllum hornum á húsi hennar var meira óhreint tau. Hvaðan kom það husgaði hún forviða með sér. Ég er búin að troða í vélina 5 sinnum í dag og allar snúrur eru fullar.

Konan þornaði upp að utan og innan af bræði, byrjaði að hrukkast og grána og áður en lítil stund var liðin hafði kveiknað í hárinu á henni. Konan hljóp í æðiskasti inná bað þar sem hún ætlaði að slökkva eldinn í hári sér. Ekki vildi betur til en að hún hnaut um leikföng sem bókstaflega fylltu bæði baðkarið, baðherbergisgólfið og vaskinn svo hún komst hvergi í vatn og sat eftir sköllótt.

Konugreyið sá ekki frammá að vætt yrði í skeiðvellinum í kvöld, enda hver vill konu sem er sköllótt, hrukkót, grá, með þrifasvitalykt dauðans og maskara síðan í gær niður á miðja kinn, hugsaði hún með sér.